Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 182

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 182
180 Hugur I Ritdómar nefndu vega stundum þyngra en þær fyrri en víkja fyrir þeim í öðrum tilfellum. Þannig fela réttindin í sér kröfur sem grundvallaðar eru á almennum venjum (þ.e. á lagareglum eða reglum sem líkja eftir þeim, hvort heldur þær eru raun- verulegar eða fræðilegar). Verðskuldun felur hins vegar í sér kröfur þess efnis að hverjum beri það sem hann verðskuldar, °g byggja þessar kröfiir þá á gildum sem eru „náttúrleg" í þeim skilningi að þau koma á undan hvers kyns almannakerfum sem veita þau (s.s. stofnunum, vcnjum og reglum). Réttlátur maður er því „sá sem hugar að því að haga málum þannig að báðum tegundum þessara krafna sé nægur gaumur gefinn“ (44). Almennt séð má dást að Justice and Desert-Based Emotions fyrir það hversu þverfagleg rannsóknin er. En þrátt fyrir tilvísun höfúndar í formála sínum í verk á sviði lögfræðinnar, leiðir sú staðreynd að hann leggur til grundvallar tvígreiningu Feinbergs á for-stofnanalegu rétdæti, sem hvflir á verðskuldun, og stofnanalegu rétt- læti, sem hvílir á réttindum, til þess að hann lætur hjá líða að takast á við mik- ilvægar kenningar réttarheimspekinga í anda þeirrar hefðar sem byggir á Aristót- elesi, Rómarrétti og Tómasi frá Akvínó. Kristján hefur þau orð um útleggingu Aristótelesar á réttlætinu að hún sé „ein- staklega óljós“ og „hættulega ófúllkomin" (43), og fyrir vikið fer hann á mis við skrif franska réttarheimspekingsins Michels Villey sem vakti athygli á því afbrigði réttlætishugtaks Aristótelesar sem birtist í lögbók Jústiníanusar keisara, Institutes, þ.e. réttlætinu sem „stöðugum og lang- varandi vilja til að veita hverjum það sem honum ber.“ I einkar sjálfri sér sam- kvæmri útleggingu Villeys krefst dygð réttlætisins þess að komist sé að því hvað hverjum beri og því sé spurningin um réttlæti jafnan fólgin í því að finna hvað heyri hverjum til. Þetta felur í sér eignar- re'tt á „því sem manni ber“ sem greinir ekki á milli réttinda og verðskuldunar, heldur byggir þess í stað á glöggri að- greiningu Aristótelesar á því sem er náttúrlega réttlátt og því sem er rétdátt sökum viðtekinnar venju. Af nýlegum rannsóknum á rétdætishugtakinu í þess- um anda má nefna afar sannfærandi útleggingu írska heimspekingsins Gar- retts Barden í bók hans Essays on a Philosophical Interpretation of Justice: Ihe Virtue ofjustice (1999). Greining Kristjáns á verðskuldun bygg- ir á „for-skilningslegri og frumstæðri hugmynd um verðskuldun [sem] virðist eiga rætur í öllum þekktum menningar- heimum og trúarbrögðum [...] nefnilega, að í ákjósanlegum heimi mundi hver maður að öllu jöfnu uppskera eins og hann sáir“ (57). Verðskuldun er sam- hljómur sérstakra aðstæðna eða ástands annars vegar, og hins vegar sérstakra sið- ferðilegra eiginleika og athafna fólks sem almennt njóta hylli einmitt vegna þess að þau eru siðferðileg. Formleg uppbygging verðskuldunarkröfu er fólgin í þremur þáttum: manneskjunni sem persónu, nei- kvæðum eða jákvæðum afleiðingum eða aðstæðum sem hún verðskuldar, og grundvelli þess að hún verðskuldar út- komuna eða aðstæðurnar, en sá grund- völlur tengist einni eða fleiri staðreyndum um ábyrgðarfulla tilveru eða hegðun manneskjunnar. Kristján heldur því fram að verðskuld- unarkröfúr hvfli aðeins á einni stoð: sið- ferðilegri dygð. Þá skoðun telur hann ekki einungis skírskota til almenns innsæis og falla best að félagsfræðilegri úttekt á því hvað fólk telji verðskuldun vera í raun, heldur varpi hún einnig frekara ljósi á að þörf varði réttlæti aðeins einstaka sinn- um. Þegar þörf hefur vœgi, þá er það vegna þess að hún tengist kröfum til réttinda eða verðskuldun (oftast þó hinum fyrr- nefndu), en ekki vegna þess að hún sé sjálfstæður þáttur í réttlætinu. Auk þessa þá varpar hugmyndin um siðferðilega dygð sem hinn eina grundvöll verðskuld- unarkrafna ljósi á kenninguna um að ábyrgðarleysi grafi undan kröfúm til verð- skuldunar. Kristján telur, eins og Aristó- teles, að ábyrgð sé nauðsynleg til að móta persónuleika mannsins með réttu eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.