Hugur - 01.01.2008, Page 77
Hagtextinn
75
um nú hvort kenningar hagfræðinnar hafi forspárgildi. Frjálshyggjufrömuðurinn
Milton Friedman hélt því fram að kenningar sem gera ráð fyrir fullkominni sam-
keppni væru betri en aðrar kenningar. Vissulega er fullkomin samkeppni vart
möguleg en kenningar sem gera ráð fyrir slíku hafa meira forspárgildi en keppi-
nautar þeirra. Oftar en ekki eru vísindakenningar sem virðast fjarri veruleikanum
betri en aðrar, m.a. vegna þess að þær hafa einatt mikið forspárgildi. Lítum á
kenningu Galíleós um fall hluta. Við fyrstu sýn virðast þær fáránlegar því þær taka
ekkert tillit til loftmótstöðu en hlutir falla jú yfirleitt í andrúmslofti. Kenningin er
því veruleikafirrt og byggir á sértæku líkani þar sem ekki er gert ráð fyrir loft-
mótstöðu. Samt hefur reynslan staðfest forspár hennar í mjög ríkum mæli. Góð
er sú kenning hvers forspár eru staðfestar af reynslunni þótt kenningin sjálf virðist
úr tengslum við veruleikann (Friedman 1979,18-35). En breski heimspekingurinn
John Dupré segir að í himnalagi sé að gera ráð fyrir þessu ef a.m.k. annað af
tvennu kemur til: I fyrsta lagi að enginn annar góður kostur sé til en sá sem kenn-
ingin lýsi. I öðru lagi að reynslan staðfesti þær forspár sem leiða má af kenningunni.
Gallinn er sá að svo er ekki. I einn stað eru til kenningar sem keppa við kenningar
í anda Friedmans. I annan stað staðfestir reynslan ekki forspár hinna friedmönsku
kenninga. Dupré bætir við að þetta gildi almennt um hagfræðikenningar, forspár-
gildi þeirra sé lítið (Dupré 1993,363-378). Því miður gefur breski heimspekingur-
inn engin dæmi um mislukkaðar spásagnir hagfræðinga. En skoskur starfsbróðir
hans, Alasdair Maclntyre, tekur ómakið af honum. Skotinn hefur það eftir ein-
hverjum hagspekingum að enginn hagfræðingur hafi séð fyrir þá blöndu af verð-
bólgu og stöðnun („stagflasjón") sem einkenndi hagkerfi Vesturlanda á árunum
upp úr 1970. Þetta hlýtur að þýða að hagfræðingar höfðu ekki tiltæka kenningu
sem kvað á um að undir vissum kringumstæðum verði stagflasjón. Ekki er hægt
að gera þá kröfu til vísindamanna að þeir sjái fram í tímann. En heimspekingurinn
skoski bætir við að forspár Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem
byggðu á fágaðri stærðfræði, hafi ræst síður en spásagnir manna sem beittu bara
heilbrigðri skynsemi (Maclntyre 1981, 89). Heimildamenn Maclntyres eru ekki
einir á báti. Hagfræðingurinn Robert L. Heilbronner vitnar í starfsbróður sinn
sem mun hafa sagt að hagfræðingar hafi hvað eftir annað sett fram rangar forspár.
Þeir hafi spáð efnahagslægð eftir síðari heimsstyrjöld og líka árið 1962 en spárnar
rættust ekki (Heilbronner 1970,179). Fleiri fræðimenn draga forspárgildi hag-
fræðikenninga í efa, t.d. bandaríski fræðimaðurinn Brian Leiter. Hann segir að
hagfræðingurinn sé hreint ekki betri spámaður en maðurinn á götunni. Ég get t.d.
sagt fyrir um að umferðaröngþveiti yrði við Laugardalshöll ef poppgoðið Robbie
Williams héldi tónleika þar. En er þetta vísindaleg forspá? Leiter bætir því við að
forspár hagfræðinga séu ekki nákvæmari en forspár sem byggja bara á heilbrigðri
skynsemi. Lítum á forspána sem kveður á um að verðlagseftirlit sem ákveði há-
marksverð á vörum leiði til biðraða og svartamarkaðsbrasks. Svo lengi sem hag-
fræðin getur ekki gert tölulega grein fyrir tengslunum milli breytanna í dæminu
þá er forspáin ekki vísindaleg segir Leiter (2000). Við gætum hugsað okkur að
réttnefnd vísindaforspá myndi kveða á um að ákveðin tengsl væru milli „hæðar“
hámarksverðs og lengdar á biðröð. Eg vil bæta við frá eigin brjósti að forspáin þarf