Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 66

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 66
64 Jón A. Kalmansson hverjir eiginleikar þeirra séu. Hafi lifandi vera eiginleika persónu verðskuldar hún virðingu okkar. Hafi hún ekki þessa eiginleika verðskuldar hún ekki virðingu. Að deyða nýfætt barn er ekki rangt gagnvart barninu, þótt það kunni að vera brot gegn réttmætum hagsmunum annarra, vegna þess að barnið er ekki persóna. Al- mennt má segja að leitin að þeim eiginleikum sem gera okkur kleift að greina milli þeirra vera sem hafa gildi í sjálfu sér og þeirra sem hafa það ekki hafi notið vin- sælda í nútímasiðfræði.37 Að mínum dómi byggist þessi leit á hinn bóginn á misskilningi, og umfjöllun Warrens um nýbura sýnir okkur hvers vegna. Ef við viljum hugleiða hvort og hvaða gildi nýburar hafa ættum við ekki að gera það með því að reyna að ákvarða fyrirfram, og á sértækan (abstrakt) máta, hvaða eiginleikar verur þurfi að hafa til að þær geti haft gildi í sjálfum sér. Við ættum miklu fremur að skoða hvaða merkingu þeir hafa í lífi fólks. Andartaks hugleiðing um viðbrögð fólks við nýfæddu barni leiðir í ljós að persónueiginleikar barnsins, eða skortur á þeim, er ekki það sem skiptir mesm máli á slíkri stundu. Gleði foreldis við fæðingu barns byggist ekki á þeirri skoðun að barnið sé persóna, og sú vænting að barnið muni verða persóna í fyllingu tímans er aðeins eitt af því sem vekur slíka kennd. Afstaða okkar til hins nýja einstaklings, að svo miklu leyti sem hún er vitsmunaleg, sprettur ekki síður af vitund um hann sem mannlega veru, og þar af leiðandi sem einstaka veru sem þó er háð sömu tilvistarskilyrðum og allir aðrir menn. I bók sinni Living Philosophy lýsir Christopher Hamilton til dæmis viðbrögðum móður við nýfæddu barni sínu með eftirfarandi hætti: Vinkona mín sem nýlega eignaðist sveinbarn sagði mér að þegar hún var að aka honum heim af spítalanum eftir menguðum, skítugum og hávaða- sömum strætum Lundúna hafi hún skyndilega verið gagntekin af ást og samúð með honum. Þessi viðbrögð hennar við barninu sínu byggðust á tilfinningu hennar fyrir því að lífið sé eitthvað hart og erfitt, jafnvel eitt- hvað Ijandsamlegt, að minnsta kosti eitthvað sem órjúfanlega tengist því að heyja baráttu, finna til sársauka og vera ráðvilltur. Þau byggðust einnig á tilfinningu hennar fyrir viðkvæmni barnsins hennar, á því að hann væri 37 Heimspekingur á borð við Peter Singer, sem hafnar því að mennska hafi gildi í sjálfu sér, gerir það vegna þess að hann leggur vissa eiginleika til grundvallar siðfræði sinni. 1 ljósi þessara eiginleika kemst hann að þeirri niðurstöðu að dráp á ungbörnum sé ekki rangt á sama hátt og dráp á „venjulegu fólki“ eða öðrum meðvituðum verum. Singer segir: „I fjórða kafla sáum við að það hvort vera er maður, í skilningnum að teljast til tegundarinnar homo sapiens, skiptir engu um það hvort rangt er að drepa hana; það eru fremur eiginleikar á borð við skynsemi, sjálfræði og sjálfsvitund sem gera gæfumuninn. Ungbörn skortir þessa eiginleika. Af þessu leiðir að ekki er hægt að leggja að jöfnu dráp á þeim og dráp á venjulegu fólki, eða nokkurri annarri sjálfsvitandi veru“. Practica/ Etbics, Cambridge: Cambridge University Press 1999, s. 182. Singer heldur svo áfram með því að útskýra fyrir lesendum að áhrifin á foreldrana séu ein mikilvæg ástæða fyrir því hvers vegna það er undir venjulegum kringumstæðum skelfilegur verknaður að drepa ungbörn. En fæðist barn fatlað og foreldrarnir harma fæðingu þess get- ur það aftur á móti að dómi Singers verið ástæða til að drepa það. Sjá umræðu Vilhjálms Árnasonar um afstöðu Singers í Siðfrœði lifs og dauða, Reykjavík: Rannsóknarstofnun í sið- fræði 1993, s. 217-218.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.