Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 66
64
Jón A. Kalmansson
hverjir eiginleikar þeirra séu. Hafi lifandi vera eiginleika persónu verðskuldar hún
virðingu okkar. Hafi hún ekki þessa eiginleika verðskuldar hún ekki virðingu. Að
deyða nýfætt barn er ekki rangt gagnvart barninu, þótt það kunni að vera brot
gegn réttmætum hagsmunum annarra, vegna þess að barnið er ekki persóna. Al-
mennt má segja að leitin að þeim eiginleikum sem gera okkur kleift að greina milli
þeirra vera sem hafa gildi í sjálfu sér og þeirra sem hafa það ekki hafi notið vin-
sælda í nútímasiðfræði.37 Að mínum dómi byggist þessi leit á hinn bóginn á
misskilningi, og umfjöllun Warrens um nýbura sýnir okkur hvers vegna. Ef við
viljum hugleiða hvort og hvaða gildi nýburar hafa ættum við ekki að gera það með
því að reyna að ákvarða fyrirfram, og á sértækan (abstrakt) máta, hvaða eiginleikar
verur þurfi að hafa til að þær geti haft gildi í sjálfum sér. Við ættum miklu fremur
að skoða hvaða merkingu þeir hafa í lífi fólks. Andartaks hugleiðing um viðbrögð
fólks við nýfæddu barni leiðir í ljós að persónueiginleikar barnsins, eða skortur á
þeim, er ekki það sem skiptir mesm máli á slíkri stundu. Gleði foreldis við fæðingu
barns byggist ekki á þeirri skoðun að barnið sé persóna, og sú vænting að barnið
muni verða persóna í fyllingu tímans er aðeins eitt af því sem vekur slíka kennd.
Afstaða okkar til hins nýja einstaklings, að svo miklu leyti sem hún er vitsmunaleg,
sprettur ekki síður af vitund um hann sem mannlega veru, og þar af leiðandi sem
einstaka veru sem þó er háð sömu tilvistarskilyrðum og allir aðrir menn. I bók
sinni Living Philosophy lýsir Christopher Hamilton til dæmis viðbrögðum móður
við nýfæddu barni sínu með eftirfarandi hætti:
Vinkona mín sem nýlega eignaðist sveinbarn sagði mér að þegar hún var
að aka honum heim af spítalanum eftir menguðum, skítugum og hávaða-
sömum strætum Lundúna hafi hún skyndilega verið gagntekin af ást og
samúð með honum. Þessi viðbrögð hennar við barninu sínu byggðust á
tilfinningu hennar fyrir því að lífið sé eitthvað hart og erfitt, jafnvel eitt-
hvað Ijandsamlegt, að minnsta kosti eitthvað sem órjúfanlega tengist því
að heyja baráttu, finna til sársauka og vera ráðvilltur. Þau byggðust einnig
á tilfinningu hennar fyrir viðkvæmni barnsins hennar, á því að hann væri
37 Heimspekingur á borð við Peter Singer, sem hafnar því að mennska hafi gildi í sjálfu sér, gerir
það vegna þess að hann leggur vissa eiginleika til grundvallar siðfræði sinni. 1 ljósi þessara
eiginleika kemst hann að þeirri niðurstöðu að dráp á ungbörnum sé ekki rangt á sama hátt og
dráp á „venjulegu fólki“ eða öðrum meðvituðum verum. Singer segir: „I fjórða kafla sáum við
að það hvort vera er maður, í skilningnum að teljast til tegundarinnar homo sapiens, skiptir
engu um það hvort rangt er að drepa hana; það eru fremur eiginleikar á borð við skynsemi,
sjálfræði og sjálfsvitund sem gera gæfumuninn. Ungbörn skortir þessa eiginleika. Af þessu
leiðir að ekki er hægt að leggja að jöfnu dráp á þeim og dráp á venjulegu fólki, eða nokkurri
annarri sjálfsvitandi veru“. Practica/ Etbics, Cambridge: Cambridge University Press 1999, s.
182. Singer heldur svo áfram með því að útskýra fyrir lesendum að áhrifin á foreldrana séu ein
mikilvæg ástæða fyrir því hvers vegna það er undir venjulegum kringumstæðum skelfilegur
verknaður að drepa ungbörn. En fæðist barn fatlað og foreldrarnir harma fæðingu þess get-
ur það aftur á móti að dómi Singers verið ástæða til að drepa það. Sjá umræðu Vilhjálms
Árnasonar um afstöðu Singers í Siðfrœði lifs og dauða, Reykjavík: Rannsóknarstofnun í sið-
fræði 1993, s. 217-218.