Hugur - 01.01.2008, Side 99
97
Skóli og menntastefna
sem virðist vera er ekki alltaf raunin og því miður sýnist mér að gagnrýni Páls sé
ekki úrelt. Betur ef svo væri. Hugmyndabresturinn er enn jafn gapandi og áður, og
á meðan svo háttar er lítil von til þess að berja megi að gagni í stjórnsýslubrestinn.
En hvernig get ég haldið þessu fram í ljósi þess að síðustu aðalnámskrár virðast
einmitt taka á öllum þessum atriðum?
III. Menntaheimspeki og skólastefna
Aður en ég get fært rök fyrir því að á íslandi sé engin menntastefna árið 2007, ekki
frekar en að slík stefna hafi verið við lýði árið 1987, þá verð ég að segja nokkur orð
um hvað það er að hafa yfirleitt einhverja menntastefnu. Menntastefna á sér bæði
hugmyndafræðilega og verklega hlið. Hin verklega hlið varðar það hvernig hinni
hugmyndafræðilegu hlið er hrundið í framkvæmd og tekur til atriða eins og
skipulags skóla, námsefnis, kjara og menntunar kennara og margvíslegs stuðnings
við börn og fjölskyldur, svo eitthvað sé nefnt. Ég mun ekki fjalla nánar um hina
verklegu hlið en einbeita mér að hinni hugmyndafræðilegu. Sú hlið samanstend-
ur af þrennskonar þáttum: (i) heimspekilegri greiningu á því hvað og til hvers
menntun sé, (ii) námssálarfræðilegri og kennslufræðilegri kenningu um hvað það
sé fyrir einstalding að menntast og (iii) stjórnmálakenningu um hvaða skipulag í
samfélaginu - einkum skipulag skóla, annarra menningarstofnana og fjölskyldu
og heimilis - sé vænlegt til árangurs. Fyrsta atriðið má segja að sé almenn greining
á hugtakinu um menntun og hlutverki hennar í samfélaginu. Þetta er greining á
því hverskonar veruleiki menntun sé. Annað atriðið fjallar um hvað það sé fyrir
tiltekinn einstakling að eignast hlutdeild í þeim veruleika. Hér mætast hugtökin
menntun og nám. Þriðja atriðið íj allar svo um það, hvað þurfi að koma til svo að
veruleiki menntunarinnar geti gegnsýrt heilt samfélag. Eiginleg menntastefna
tekur til allra þessara þriggja þátta.
I bókinni Reynsla og menntun gerir John Dewey tengsl þessara þátta að um-
ræðuefni.
Menntunarheimspeki verður, eins og hverja aðra fræðikenningu, að setja
fram í orðum, í táknum. En að svo miklu leyti sem hún er meira en orðin
ein er hún áætlun um framkvæmd skólastarfs. Eins og hverja aðra áætlun
verður að semja hana með tilliti til þess sem á að gera og hvernig á að gera
það.6
Dewey víkur næst að sinni eigin hugmynd um menntun - hugmynd sem er í anda
þeirra hugmynda sem helst hefiir verið haldið fram af íslenskum heimspekingum
- og segir:
Því ákveðnari og einlægari sem sú skoðun manns er að menntun sé þroski
innan marka reynslunnar, sem verður með tilstyrk hennar og vegna henn-
John Dewey, Reynsla og menntun, þýð. Gunnar Ragnarsson, Reykjavík: Rannsóknarstofnun
Kennaraháskóla Islands 2000, s. 38.