Hugur - 01.01.2008, Side 99

Hugur - 01.01.2008, Side 99
97 Skóli og menntastefna sem virðist vera er ekki alltaf raunin og því miður sýnist mér að gagnrýni Páls sé ekki úrelt. Betur ef svo væri. Hugmyndabresturinn er enn jafn gapandi og áður, og á meðan svo háttar er lítil von til þess að berja megi að gagni í stjórnsýslubrestinn. En hvernig get ég haldið þessu fram í ljósi þess að síðustu aðalnámskrár virðast einmitt taka á öllum þessum atriðum? III. Menntaheimspeki og skólastefna Aður en ég get fært rök fyrir því að á íslandi sé engin menntastefna árið 2007, ekki frekar en að slík stefna hafi verið við lýði árið 1987, þá verð ég að segja nokkur orð um hvað það er að hafa yfirleitt einhverja menntastefnu. Menntastefna á sér bæði hugmyndafræðilega og verklega hlið. Hin verklega hlið varðar það hvernig hinni hugmyndafræðilegu hlið er hrundið í framkvæmd og tekur til atriða eins og skipulags skóla, námsefnis, kjara og menntunar kennara og margvíslegs stuðnings við börn og fjölskyldur, svo eitthvað sé nefnt. Ég mun ekki fjalla nánar um hina verklegu hlið en einbeita mér að hinni hugmyndafræðilegu. Sú hlið samanstend- ur af þrennskonar þáttum: (i) heimspekilegri greiningu á því hvað og til hvers menntun sé, (ii) námssálarfræðilegri og kennslufræðilegri kenningu um hvað það sé fyrir einstalding að menntast og (iii) stjórnmálakenningu um hvaða skipulag í samfélaginu - einkum skipulag skóla, annarra menningarstofnana og fjölskyldu og heimilis - sé vænlegt til árangurs. Fyrsta atriðið má segja að sé almenn greining á hugtakinu um menntun og hlutverki hennar í samfélaginu. Þetta er greining á því hverskonar veruleiki menntun sé. Annað atriðið fjallar um hvað það sé fyrir tiltekinn einstakling að eignast hlutdeild í þeim veruleika. Hér mætast hugtökin menntun og nám. Þriðja atriðið íj allar svo um það, hvað þurfi að koma til svo að veruleiki menntunarinnar geti gegnsýrt heilt samfélag. Eiginleg menntastefna tekur til allra þessara þriggja þátta. I bókinni Reynsla og menntun gerir John Dewey tengsl þessara þátta að um- ræðuefni. Menntunarheimspeki verður, eins og hverja aðra fræðikenningu, að setja fram í orðum, í táknum. En að svo miklu leyti sem hún er meira en orðin ein er hún áætlun um framkvæmd skólastarfs. Eins og hverja aðra áætlun verður að semja hana með tilliti til þess sem á að gera og hvernig á að gera það.6 Dewey víkur næst að sinni eigin hugmynd um menntun - hugmynd sem er í anda þeirra hugmynda sem helst hefiir verið haldið fram af íslenskum heimspekingum - og segir: Því ákveðnari og einlægari sem sú skoðun manns er að menntun sé þroski innan marka reynslunnar, sem verður með tilstyrk hennar og vegna henn- John Dewey, Reynsla og menntun, þýð. Gunnar Ragnarsson, Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Islands 2000, s. 38.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.