Hugur - 01.01.2008, Síða 132
130
Kristján Kristjánsson
(a) Fræöilegarforsendur. Swann sækir aðferðafræði sína í smiðju ýmissa höfiinda
og kenninga. Ein þeirra er eignunarkenningin sem Dweck aðhyllist. Swann telur
þó nokkuð á vanta að sú kenning geri grein fyrir hvers vegna fólk breyti í ljósi
þeirra eiginleika sem það eignar sjálfu sér og skýringa sem það trúir um eigin
aðstæður; hann skýrir það með sterkri þrá fólks eftir hinu skýranlega og fynrsjá-
anlega í lífinu. Þar dregur hann dám af hugmyndum sálfræðingsins Prescotts
Lecky um sjálfssamræmi sem forsendu sjálfsskilnings. Swann nefnir einnig sál-
fræðingana Mead (táknræna samskiptakenningin) og Heider (jafnvægiskenning-
in) sem andlega lærifeður þótt hann segist ganga lengra en þeir (2005). Að lokum
vitnar hann með velþóknun í hugmyndir sálgreinisins Harrys Stacks SuUivan um
sjálfsstöðugleika (1996, s. 31). Ur þessum sambræðslupotti hugmynda eru fræði
Swanns runnin.
(b) Sjálfskenning. Swann hefur gert fjölda rannsókna sem leiða í ljós að fólk
sækist eftir tilteknum viðbrögðum og endurgjöf annarra. Svo undarlegt sem slíkt
má virðast er það endurgjöf sem styrkir þá sjálfshugmynd sem fólkið hefur, hvort
sem sú hugmynd er neikvæð eða jákvæð. Þetta stangast á við þá áleitnu skoðun að
fólk sé upp til hópa hrósfíklar og gullhamragrafarar: leiti með logandi ljósi að
viðbrögðum sem bæti sjálfsmynd þess. Þvert á móti kemur í ljós að fólk sem hefur
verulega neikvæða hugmynd um sjálft sig sækist eftir því að styrkja þá hugmynd
í sessi, jafnvel þótt slíku fylgi sálarangist. Með öðrum orðum: Við leitum þeirra
sem sjá okkur í sama ljósi og við sjáum okkur sjálf og við flýjum þá sem sjá okkur
öðruvísi. Swann nefnir þetta „sjálfsgildrur“ er iðulega varni bættu sjálfsáliti vegar.
Hann neitar því ekki að við sækjumst líka eftir hrósi, en fullyrðir að fólk með
neikvæðar sjálfshugmyndir eigi í innri togstreitu - það óski á sama tíma eftir lofi
og lasti - og lendi því í djúpri sjálfsgildru. Hvötin að baki því að vilja fá stað-
festingu á eigin sjálfsmati er að sögn Swanns þörfin fyrir stöðugleika og sjálfs-
skilning: þörfin fyrir jafnvægissjálf. Sé hróflað við djúprættustu sjálfshugmyndum
okkar finnst okkur eins og verið sé að hrinda okkur inn í nýja ógnvekjandi veröld;
við upplifum sams konar kennd og blindingjar sem skyndilega fá sjónina á full-
orðinsaldri og þola ekki ofbirtuna í augun (Swann, 1996, s. 10-14,23-25,51; Swann,
2005).
Kenning Swanns reynist mikið þarfaþing við að skýra ýmis undarleg fyrirbæri
svo sem hvers vegna þolendur eineltis sækjast oft eftir félagsskap dólganna sem
ofsækja þá og hvers vegna konur sem orðið hafa fyrir barðinu á ofbeldisfullum
eiginmönnum hlaupa einatt í fangið á þeim næsta sem þær sjá. Margar af rann-
sóknum Swanns snúast um ástarsambönd. Þær sýna að einstaklingar með jákvæðar
sjálfshugmyndir sækjast eftir sambandi við þá sem virða þá mikils en þeir sem
burðast með neikvæðar sjálfshugmyndir verða nákomnastir þeim sem virða þá
lítils (1996, kaflar 4-5). Kúvending sjálfsins - eða það sem ég hef kallað „sjálfs-
hvörf' - er samkvæmt Swann sársaukafullt og torsótt ferfi. Maður getur jafnvel
spurt sig í örvæntingu hvort það sé yfirhöfuð mögulegt.
(c) Menntunarfræðilegar ályktanir. Hvernig er unnt að losa fólk úr sjálfsgildrum?
Besta leiðin er að dómi Swanns að byrgja brunninn áður en barnið dettur í, það
er að segja að koma í veg fyrir að börn ali með sér neikvæðar sjálfshugmyndir í