Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 18
16
Róbert Jack rœðir við Eyjólf Kjalar Emilsson
Geturðu lýst jyrir okkur um hvað bókin er og hvernig hugurinn fellur inn íhugmyndir
Plðtínosar?
Við höfum komið inn á að hann hugsaði sér hið eina í upphafi alls, en hann taldi
raunar að frumforsendur eða „uppsprettur" heimsins komi í ákveðnu stigveldi, og
séu þrjár: A eftir hinu eina kemur hugur og eftir huganum sál, bæði alheimssál og
sálir einstaklinga. Hugurinn er hjá honum h'ka svið verunnar, hins sanna veruleika.
Plótínos var fylgismaður Platons og trúði á hinar platonsku frummyndir sem eru
eins og hjá Platoni það sem raunverulega er. En hjá Plótínosi eru þær ekki sjálf-
stæður veruleiki af alveg sérstöku tagi heldur eru þær hugsanir altæks huga. Hann
viðurkennir að hann getur ekki fyUilega skýrt tilvist hugans, en hann reynir þó að
lýsa því með líkingamáli: I fullkomnun sinni getur hið eina eitthvað af sér sem
streymir út frá því og það sem streymir út er hugur. Hvað gerir svo þessi hugur?
Hann þráir upphaf sitt og reynir að höndla það, en það mistekst vegna þess að hið
eina verður ekki höndlað með neinni hugsun. Hugurinn getur aldrei gripið hið
eina eins og það er í sjálfu sér. En við að reyna að höndla hið eina verður til einhver
birtingarmynd þess. Imynd hins eina verður til í huganum og það er hinn sanni
veruleiki hinna platonsku frummynda. Sem sagt, frummyndirnar eru útkoman úr
tilraun hugans til að höndla hið eina, tilraun sem gengur ekki upp.
Hvernig kemurpá sálin til á lægra stigi?
Sálin kemur til á svipaðan hátt út frá huganum og hugurinn frá hinu eina. Fyrsti
kaflinn í bókinni minni fæst við þetta. Eitt af því sem Plótínos er nú þekktur fyrir
og við getum talið nýjung hjá honum er kenning um útstreymi eða emanasjón, þar
sem hvert þrep veruleikans verður til með einhvers konar útstreymi frá því sem
var fyrir ofan. En nú er það svo að hann leggur áherslu á að allt svoleiðis tal sé
hreint líkingamál og hann reynir líka að lýsa þessu meira abstrakt og heimspeki-
lega með kenningu sem er kölluð kenningin um tvöfalda virkni.
Geturðu lýst henni?
Já, hvað er tvöföld virkni? Hún er þannig að með því að gera eitt gerirðu líka
eitthvað annað. Dæmi sem hann tekur um þetta er sambandið á milli gangs og
slóðar. Sá sem gengur er að ganga, en jafnframt býr hann til slóð, þ.e. með því að
ganga býr hann til slóð. Slóðin og gangan sjálf eru þó sitthvað. I einhverjum
skilningi er sjálfur gangurinn hið upprunalega, hann er orsökin. Þetta gæti verið
dæmi um tvöfalda virkni. Einhvern veginn svona hugsar hann þetta sér í frum-
spekinni líka. Hið eina hefur einhvers konar innri virkni sem hvílir í því sjálfu, eins
og gangurinn, en í því að það hefur þessa innri virkni skilur það eftir sig spor utan
sín.
Sem er hugur?
Sem er hugurinn.