Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 20
18
Róbert Jack ræðir við Eyjólf Kjalar Emilsson
félagið eins og hvaðeina annað. En ég er tortrygginn á heimspekikerfi sem á að
innleiða í þjóðfélaginu, slíkt hefur ekki gefist vel.
Samanber Fögruborg eða eitthvað slíkt?
Fögruborg eða marxismann, nú eða nýfrjálshyggjuna.
Þetta var útúrdúr afpvíað við vorum komnir inn íhitt, enpín bók fallar um hugann.
Þá veltir maðurpvífyrir sér að nti virðist sem pað sé mjög erfitt að komast í tengsl við
hugann eins og Plótínos skilur hann. Segirðufrápví í bókinni hverju Plótínos komst
að eftir alla sína heimspekiástundun?
Ég er að glíma þarna við ýmsar spurningar. Eitt er að hann segir að frummynd-
irnar séu hugsanir hugans innan hugans. Það vekur alls konar spurningar um
hvernig þetta sé nákvæmlega hugsað. Hvert er sambandið á milli hugarins og hins
hugsaða, innan hugans sjálfs? Annað sem hann segir alloft, orðar á ýmsan hátt og
leggur áherslu á, er að þessi hugur hugsi sjálfan sig og hugsun á þessu plani er
sjálfshugsun. Hvað þýðir þetta? Það sem ég er kannski hvað ánægðastur með í
bókinni er að ég held að ég hafi fundið sitt af hverju nýtt um þetta og því vildi ég
gjarnan fá að segja frá.
Endilega.
Við höfum hið eina, og það er alveg ljóst að Plótínos hugsar sér allt sem kemur á
eftir hinu eina sem stigveldi einingar og margbreytni. Það eru allir möguleikar
uppfylltir og það finnst ekkert stig margbreytni sem er ekki raungert einhvers
staðar í kerfinu. Hið eina er fullkomin eining og það sem kemur næst á eftir því á
að hafa næstmestu hugsanlegu einingu til að bera. En margbreytileiki hugans
virðist vera tvenns konar: Annars vegar er hugurinn margur vegna þess að þar er
greinarmunur súbjekts og objekts, þess sem hugsar og þess sem hugsað er, hins
vegar er hann margur vegna þess að það sem hugsað er verður að hafa einhverja
innri margbreytni. Ástæðan fyrir þessu síðastnefnda er í raun sú sama og er fyrir
því að hið eina verður ekki hugsað, því það sem er alveg án innri greinarmunar
verður ekki hugsað. Það sem höndlað verður með hugsun hlýtur að hafa einhvern
innri greinarmun eða skil.
Geturðu skýrtpetta nánar?
Ég held hann sé nú bara að leggja út af því sem honum virðist vera eðli hugsunar.
Til að eitthvað geti talist hugsun verður það að greina mun einhvers. ÖU hugtök
gera ráð fyrir greinarmun, einhverju sem hugtakið rúmar og einhverju sem það
rúmar ekki.
I einhverri bíómyndsem ég man eftir að hafa séð var hvítt tómarúm,pað var einfaldlega
allt hvítt ogpað var ekkert um pað að segja. En um leið ogpú ert kominn meðpó ekki
sé nema lampa og stólpá ertu farinn að geta sagt eitthvað.
Já, ég tek einmitt næstum sama dæmi í bókinni. En alltént er það sem skiptir máli