Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 97
95
Skó/i og menntastefna
markmið lýðræðislegrar stjórnmálamenntunar er að kenna fólki að bera
skynbragð á ólíka hagsmuni og það sem horfir til almannaheillar (333-
334)-
Og loks leggur Páll til greiningu á því hvers vegna málum hafi verið svo grátlega
fyrir komið undir lok 20. aldar. Hann segir að annars vegar skorti samræmd mark-
mið „frá einum skóla til annars og frá einu skólastigi til annars“ því „skýr og sam-
ræmd markmið í skólakerfi eigi að gera tilganginn ljósan og þar með á skólastarfið
allt að verða árangursríkara" (337). Hins vegar liggi meinsemdin í ógrunduðu við-
horfi til menntunar „eða réttara sagt til þess hvernig menntunar er aflað“ (339).
Skort á samræmdum markmiðum fyrir skólakerfið mætti kalla stjórnsýslubrest,
skort á ígrunduðum hugmyndum um það hvernig menntunar er aflað getum við
kallað hugmyndabrest.
II. Betri tíð ?
Páll setti þessa hörðu gagnrýni fram vorið 1987.1 maí 1989 kom út ný aðalnámskrá
grunnskóla þar sem rík áhersla er lögð á almenna menntun. Þar er tekið fram að
skólinn skuli búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, temja þeim
víðsýni og efla skilning á mannlegum kjörum og umhverfi.' Þar er líka sagt að
þroski sé í senn forsenda og markmið menntunar, rétt eins og sjálfur Aristóteles
(kannski í gegnum Guðmund Finnbogason, Sigurð Nordal, Kristján Kristjánsson
og svo Pál sjálfan) hafi tekið þátt í námskrárvinnunni. Þarna virðist rækilega hafa
verið barið í brestina, bæði stjórnsýslubrestinn og hugmyndabrestinn sem Páll
hafði höggvið í tveim árum áður.
Ný lög um grunnskóla, sem samþykkt voru árið 1995, virðast taka upp þessa
áherslu á þroska og menntun hvers nemanda auk þess sem sérstök áhersla er lögð
á lýðræðishlutverk skólans.
Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur
undir líf og starf í lýðrœðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir
skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgœði og lýðræðislegu
samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á
kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum
og á skyldum einstaklingsins við samfélagið.
Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu
samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði
og menntun hvers og eins.
Aöalnátmkrá grunmkóla. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið 1989. Þessi námskrá kom út í tíð
Svavars Gestssonar sem menntamálaráðherra. I fyrri námskrá, sem gefin var út árið 1976, í
ráðherratíð Vilhjálms Hjálmarssonar, segir reyndar: „[Skólinnj verður í samvinnu við heimilin
að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun“ (s. 6). 1
námskránni frá 1989 fær lýðræðishlutverk skólans hins vegar mun meira vægi.