Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 168
166
Hjörleifur Finnsson og Davíð Kristinsson
Einar Már fjallar ekki aðeins yfirborðslega um þessa ólíku hugsuði undir heitinu
„formgerðarhyggja“ heldur greinir hann auk þess sérstakan stíl í „ritum forsprakka
formgerðarhyggjunnar“ en „í ritum Lévi-Strauss kemur hann t.d. ekki fyrir“ (124).
Oljóst er hvers vegna Einar Már kennir þennan stíl við formgerðarhyggju ef hann
er ekki að finna í ritum óumdeilds meginhugsuðar stefnunnar, Lévi-Strauss. Að
mati Einars Más „er hátindinn sennilega að finna hjá Lacan og Derrida“ (124). Nú
er stíll Derrida óneitanlega sérstakur en hann var ekki talsmaður formgerðar-
hyggju og þá vísindastefnu er varla hægt að nefna heimspekistefnu líkt og Einar
Már gerir. Kjarni stílsins sem Einar Már kennir við formgerðarhyggju er „skipuleg
og markviss viðleitni til að skrifa eins óskiljanlegt mál og unnt er“ (124-125). Sam-
kvæmt samsæriskenningu höfundar var stíll meintra talsmanna formgerðarhyggj-
unnar tilraun til „að fela það sem skrifað var bak við eitthvert tjald af reyk, þannig
að lesendur sæju ekki að ein hugmyndin var alveg út í hött og fáránleg, önnur
hugmyndin var flatneskja, í röksemdarfærslunni var þess konar brotalöm að hún
gekk ekki upp, og þar fram eftir götunum." (128) Og þar sem skrif þessara hugsuða
voru gufan ein þurftu þeir „að tileinka sér öll þau brögð sem þyrfti til að líta út
eins og mikill heimspekingur." (132) Samsæriskenningar af þessu tagi koma reglu-
lega fram hjá óinnvígðum sem hafa litla þjálfun í lestri fræðilegra texta. I tilraun
til að skýra hvers vegna lesturinn gangi erfiðlega er horft framhjá nærtækustu
skýringunni, þ.e. að viðkomandi lesandi hafi ekki hlotið þá þjálfun sem þarf til að
skilja slíka texta. Þess í stað er smíðuð samsæriskenning sem kveður á um að
ástæða þess að illa gangi að skilja textann hafi ekkert með þjálfunarstig lesandans
að gera heldur sé sjálfur textinn óskiljanlegur og það af ásetningi viðkomandi
heimspekiloddara. Sé skyggnst á bak við samsæriskenninguna virðist Einar Már
fyrst og fremst lýsa reynslu sinni og annarra sem hafa svipaðar forsendur þegar
hann greinir frá því hvernig formgerðarhyggjumenn gátu með ýmsum „brögðum
[...] skrifað stíl sem var iUskiljanlegur ef þá ekki óskiljanlegur með öllu: lesendur
gátu kannske barist í gegnum fáeinar blaðsíður, en misstu fljótlega samhengið ef
þeir áttu að lesa langa bók sem var skrifuð á þennan hátt og hættu að geta fylgst
með þræðinum." (128) Og það er engin ástæða til að leggja mikið á sig:
Það er hægt að berjast í gegnum tyrfin rit og erfið, ef maður hefur rök-
studdan grun um að innihaldið sé þess virði, að í þeim sé að finna ein-
hverja merkilega hugsun. En þegar maður er búinn að komast að raun um
að einhver strembin rit eru af svipuðu tagi og pakkinn sem ég vann einu
sinni fyrir löngu í Tívolí í Vatnsmýrinni og reyndist ekki vera neitt nema
loftið tómt eftir að ég var búinn að rífa af honum umbúðir eftir umbúðir,
þá er erfitt að safna saman þeirri orku til sem þarf til að halda áfram að
rýna í þau. Til þess þarf meiri meinlæti en ég treysti mér til að gangast
undir. (132)
að skreyta nokkuð liðugt. Getur nokkur maður sagt annað eins?“ (147) Einari Má dettur ekki
í hug að skoða þurfi í hvaða samhengi fullyrðing Lyotards stendur. Til dæmis þarf að hafa
í huga þá kenningu verksins, sem skrifað er í ögrandi stíl, að sérhver pólitísk hagfræði sé
samofin ástríðum.