Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 40

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 40
38 Bryan Magee mikinn stílista. Fyrir hvern þann sem hefur í raun og veru lesið verk hans væri jafnerfitt að skilja shka hugmynd og suma hluta hinnar forskilvitlegu réttlætingar frumhugtaka skilningsins í þekkingarfræði hans. Upphafsmaður nútíma raun- hyggju og nútíma frjálslyndrar stjórnmálafræði, John Locke, er annar lykilmaður í vestrænni heimspeki, en flestum finnst víst stíll hans leiðinlegur og tilþrifalítill. Þessi dæmi - eitt frá hverju þeirra þriggja tungumála sem eru auðugust af heimspeki - nægja til að staðfesta það atriði að gæði ritaðs heimspekitexta hefur engin nauðsynleg tengsl við gildi hans sem heimspeki. Það er ekkert lögmál sem kveður á um að ekki sé hægt að skrifa heimspeki vel, og sumir heimspekingar hafa verið mjög góðir rithöfundar - nokkrir þeirra stórbrotnir rithöfundar - en það stuðlar ekkert að því að gera þá betri heimspekinga. Platon er almennt álitinn hafa skrifað besta gríska prósa sem varðveist hefur en það gerir hann ekki betri heimspeking en Aristóteles, og fólk sem álítur hann vera það dáist ekki að honum fyrir stílinn. I öllu falli þá vill svo til að verk Aristótelesar sem voru gefin út meðan hann lifði voru dáð um allan hinn forna heim fyrir fegurð. Cíceró lýsti skrifum Aristótelesar sem „gullfljóti“. En allt sem eftir er fyrir okkur eru minnispunktar byggðir á um það bil einum íjórða hluta skrifa hans. Samt hefur heimspekin sem þessir minnispunktar hafa að geyma haft ómetanlega þýðingu. I hinum þýsku- mælandi heimi eru Schopenhauer og Nietzsche taldir vera í hópi bestu rithöfunda á þýsku, jafnvel ekki síðri en sérhver hinna bestu fyrir utan Goethe. En þetta gerir þá ekki betri heimspekinga en Kant. Vitanlega skipta gæði skrifa máli fyrir lesendur. Það er yndi að lesa suma heim- spekinga. Auk þeirra sem ég hef nefnt höfum við Berkeley og Hume á ensku; Descartes, Pascal og Rousseau á frönsku; heilagan Ágústínus á latínu. Það er enn ánægjulegt að lesa þessa heimspekinga í þýðingu. Nokkrir tuttugustu aldar heim- spekingar hlutu, og það réttilega, Nóbelsverðlaunin í bókmenntum - Bertrand Russell, Jean-Paul Sartre og Henri Bergson. Það liggur í augum uppi að girnilegra er að lesa heimspekinga á borð við þessa en þá sem skrifa tyrfinn texta. En þeir eru ekki betri heimspekingar þess vegna. Eigum við þá að segja að stíll skipti ekki máli í heimspeki? Ég gæti ekki fengið mig til að segja það. Það er vegna þess að ég tel að bæði skýrleiki og miðlun skipti mjög miklu máli. Mér finnst það vera menningarlegur harmleikur að verk Kants eru lesin af svo fáum öðrum en nemendum í heimspeki og kennurum þeirra. Þessi verk eru leiðin til æðri sviða heimspekinnar - ekki ólíkt því hvernig örsmæða- reikningur er leiðin til æðri stærðfræði. En ólíklegt er að jafnvel óvenjulega gáfaður lesandi fái mikið út úr þeim nema hann hafi mjög trausta undirstöðu í heimspeki. Macaulay var einu sinni send fyrsta þýðingin á ensku af Gagnrýni hreinnar skynsemi og hann skrifaði þessa athugasemd í dagbókina sína: „Ég reyndi að lesa hana en fannst hún óskiljanleg með öllu, rétt eins og hún hefði verið skrifuð á sanskrít [...] Það ætti að vera gerlegt að útlista sanna frumspekikenningu á máli sem ég skil. Eg skil Locke, Berkeley og Hume, og Reid og Stewart. Ég skil rit Cícerós um heimspekilega efahyggju [Academicas] og mestallan Platon [...]” Allir sem einhvern tíma hafa lagt stund á heimspeki í alvöru munu hafa skilning á vandræðum Macaulays. Og það skýrir hvers vegna við munum aldrei vera í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.