Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 106
104
Olafur Páll Jónsson
ljósi að námskröfur til stúdentsprófs verði engu minni en í samanburðar-
löndum okkar og íslenskir stúdentar samkeppnisfærir í háskólanámi.19
Hér er ekki að sjá að nokkur gaumur sé gefinn að menntahlutverki framhalds-
skólans. Viðmið um gæði náms eru fyrst og fremst bundin fræðsluþættinum og
byggjast á tæknilegri nálgun.
Samskonar sjónarmið virðast hafa ráðið ríkjum í aðdraganda að endurskoðun
námskráa leik-, grunn- og framhaldsskóla (sem lauk 1999). I smáriti sem mennta-
málaráðuneytið gaf út árið 1998, Enn betri skóli: Þeirra réttur - okkar skylda má
greina samskonar áherslur, t.d. í eftirfarandi orðum:
Nám frá fyrsta skóladegi verður markvissara en áður þar sem aðalnámskrá
tekur nú mið af því að börn hefja nám 6 ára. [...] Markmiðið nú er betri
nýting á þeim tíma sem til ráðstöfúnar er í grunnskólum. Kennslustundum
grunnskólans verður fjölgað jafnt og þétt á næstu árum, hraðari yfirferð
verður og framúrskarandi nemendur fá tækifæri til að ljúka grunnskóla
15 ára. Nemendur í framhaldsskóla eiga áfram kost á að hraða námi sínu
og jafnvel ljúka bóknámi á þremur árum.'°
Sá tilfinnanlegi skortur á menntastefnu sem ég hef verið að lýsa er sérstaklega
umhugsunarverður í ljósi þess að drög að slíkri stefnu lágu lögunum um alþýðu-
fræðslu frá 1907 til grundvallar. Guðmundur Finnbogason, sem hafði nýlokið
doktorsnámi í heimspeki og sálarfræði við Kaupmannahafnarháskóla, sótti um
styrk til Alþingis til að kynna sér uppeldis- og menntamál erlendis og gera tillögur
um hvaða fyrirkomulag þeirra mála hann teldi heppilegast á Islandi. Þessar til-
lögur setti Guðmundur svo fram í bókinni Lýðmenntun sem hann gaf út árið 1903,
vegna þess að honum fannst að þjóðin í heild ætti að geta kynnt sér árangurinn af
starfinu áður en hann legði það fyrir Alþingi. Fyrsti kaflinn í þeirri bók heitir
einfaldlega „Menntun" og fjallar um það hvað menntun sé. I upphafi kaflans segir
Guðmundur:
Væru íslendingar spurðir að því hvort þjóðin þeirra væri menntuð, þá
gæti svarið naumast orðið að þeir hefðu ekki einu sinni heyrt menntun
nefnda á nafn, því talsvert hefur það orð verið haft um hönd á seinni
árum í bókum, blöðum og á mannamótum. Engu að síður má efast um
hvort öllum sé það nægilega ljóst hvað menntun í raun og veru er. En það
er auðsætt, að ljós skilningur á þessu atriði er fyrsta skilyrði fyrir því að
hægt sé að meta rétt gildi menntunarinnar og ákveða hvað þjóðin skyldi
leggja í sölurnar fyrir hana, og hins vegar getur enginn með vissu vitað
hvort dómar þeir sem felldir eru um menntunarástand þjóðarinnar eru á
19 Stytting ndms tilstúdentsprófs, Reykjavík: Menntamálaráðuneytið 2003. http://bella.mrn.stjr.is/
utgafur/studentsprof.pdf (sótt 6. september 2007). Leturbreyting ÓPJ.
20 Enn betri skóli: Þeirra réttur - okkar skylda, Reykjavík: Menntamálaráðuneytið 1998, s. 2.