Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 65
Siðferði, hugsun og ímyndunarafl
63
maður eiga von um sæmilega sátt er vænlegra að vænta lítils og láta veruleikann
koma sér gleðilega á óvart, eins og hann sé furðuleg forréttindi: „Ema leiðin til að
njóta jafnvel illgresis er að finnast maður óverður jafnvel illgresis"35
Þakklæti af þessu tagi er ekki dæmi um óhóflegt lítillæti eða óvirka viðtöku
hlutanna. Hún er þvert á móti sá þáttur í virkni hinnar hugsandi veru sem gerir
henni kleift að sjá lífið sem hnoss, líkt og Aristóteles lýsir í Siðfrœði Níkomakk-
osar.
En lífið sjálft er gott og ánægjulegt, enda sækjast allir eftir því og aðallega
hinir góðu og sælu, því slíkum mönnum er lífið ákjósanlegast og h'f þeirra
sælast afls. Og sjáandi skynjar að hann sér og heyrandi að hann heyrir og
gangandi að hann gengur. Eins er farið með aðra virkni að eitthvað er til
sem skynjar að við erum virk. Og ef við skynjum þá skynjum við að við
skynjum og ef við hugsum skynjum við að við hugsum og sem við skynj-
um að við skynjum eða hugsum, skynjum við að við erum til, því tilvistin
var sögð vera að skynja eða hugsa. Og skynjun þess að við lifum tilheyrir
því sem er ánægjulegt í sjálfu sér, því h'fið er eðli sínu samkvæmt gott, og
ánægjulegt að skynja eitthvað gott sem er í manni sjálfum. Og lífið er
ákjósanlegt og aðallega fyrir góða menn, enda er þeim tilvistin góð og
ánægjuleg, því þeir njóta vitundarinnar um veru þess í þeim sjálfum sem
er gott í sjálfu sér.36
Þessi orð Aristótelesar bera sem slík órækt vitni um afrek mannlegrar hugsunar,
þ.e. mannlegs hugarflugs. Þau sýna þann eiginleika mannsins að geta verið „á kafi“
í lífinu sjálfu sem skynjandi og hugsandi vera - heyra hljóð, skynja form og liti,
finna snertingu, hreyfingu, lykt, hita og kulda, hugsa, muna, ráðgera, aflt það sem
tilheyrir lífi okkar sem líkamlegar verur - en geta um leið eins og séð slíka virkni
úr fjarlægð, virt hana fyrir sér og séð að hún, tilvistin, tilheyrir því sem er gott og
ánægjulegt í sjálfú sér. Hér er um eins konar annars stigs virkni að ræða, virkni
hugans sem gerir okkur ljóst að við erum virk, að við lifúm, og gerir okkur þar með
virk, lifandi í fyllsta skilningi þess orðs.
Skilningur hjartans
Eg hef hingað til rætt hvernig sá eiginleiki, eða skortur á eiginleika, að undrast
tengist sambandi okkar við veruleikann og uppsprettu verðmæta og ánægju. En
hvaða frekari þýðingu hefúr þessi afstaða fyrir siðfræðina, til dæmis fyrir afstöðu
okkar til annarra og fyrir yfirvegun breytni okkar? Til að svara þessari spurningu
er gagnlegt að hverfa aftur að umfjöllun Mary Anne Warren um nýburadráp sem
minnst var á í upphafi. Afstaða Warrens byggist á þeirri hugmynd að það sem
réttlæti viðhorf okkar og viðbrögð við hlutunum séu vissar staðreyndir um þá, þ.e.
35 Sjá G.K. Chesterton, Autobiography, rafræn útgáfa.
36 Sjá Aristóteles, Siðfrœði Nikomakkosar iiyoa-b, þýð. Svavar Hrafn Svavarsson, Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag 1995.