Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 140
138
Jón A. Kalmansson
en sársauka, heldur verða þau einnig til þegar hugur og heimur mætast, þegar
hugsandi vera ber kennsl á veruleikann, sér til dæmis að einhver hlutur er fagur
og góður og „ætti að vera og ætti að halda áfram að vera það sem hann er jafnvel
þótt við munum aldrei njóta hans“. Þessar tvenns konar uppsprettur verðmæta
eru vissulega tengdar en ekki á neinn einfaldan hátt. Eg get til dæmis vel fallist
á þá staðhæfingu að þegar allt komi til alls séu djúpstæðustu hagsmunir manna
fólgnir í því að verða vitandi um veruleikann, annað fólk og náttúruna, að fara
ekki sofandi gegnum sitt órannsakaða líf. En greinarmunurinn á gildum sem
tengjast hagsmunum og gildum sem tengjast vitund okkar er mikilvægur. Eitt
það gagnlegasta í umíjöllun Olafs Páls um verðmæti er þegar hann minnir okkur
á hve hætt er við því að tæknileg og hagsmunamiðuð sýn á náttúruna fái okkur í
senn til að vanmeta hana og ofmeta okkur sjálf:
I fyrra lagi vanmetur maður náttúruna á sambærilegan hátt og maður
vanmetur aðra manneskju þegar maður lítur á hana einungis í ljósi þeirra
hlutverka sem hún gegnir en horfir framhjá því að viðkomandi er líka
sjálfstæð manneskja. I seinna lagi ofmetur maður eigin stöðu í sköpunar-
verkinu. Sá sem sér allt frá sjónarhóh eigin hagsmuna, hann lítur á sjálfan
sig sem meistara sköpunarverksins - hann segir: „Verðmæti og gildi eru
mín uppfinning“ [...] (60).
Ólafur vísar hér meðal annars til þeirrar gömlu og þverstæðukenndu visku að
maður sem hefur eigin hagsmuni ávallt í fyrirrúmi endar með því að skaða þá.
Hann fer á mis við mörg þau gæði sem óeigingjörn samskipti við annað fólk geta
gefið honum. A sama hátt er hætt við því að sá sem horfir á náttúruna ávallt með
það bak við eyrað hvað hann eða aðrir fái út úr henni fari á mis við það sem hún
getur gefið honum. Náttúran ekki síður en manneskjurnar opnar ekki fjársjóði sína
og leyndardóma fyrir andlegum eiginhagsmunaseggjum eða þumbum.
Enginn vafi er á því að eitt meginmarkmið Ólafs Páls í Náttúra, vald og verðmœti
er að sýna fram á hvernig önnur sýn til náttúrunnar en sú sem miðar allt við hags-
muni er bæði möguleg og nauðsynleg. En það er annar þáttur sem hefur síst
minna vægi í bókinni. Hann er glíma höfúndarins við þá erfiðu spurningu hvernig
það megi vera að ákvarðanir sem teknar eru í nafni lýðræðisins, í umboði fólksins
og í þágu fólksins, reynast svo oft skaða bæði náttúruleg verðmæti og heildar-
hagsmuni fólksins. Lýðræðislegt stjórnarfar virðist ekki tryggja að spornað sé
nægilega við náttúruspjöllum, mengun og ofnýtingu. Öðru nær. Þau ríki heims
sem valda umhverfinu hlutfallslega mestu álagi eru gjarnan þau ríki sem hafa hvað
lengsta lýðræðishefð. Sú spurning er því í raun enn óútkljáð hvort sú mikla sam-
félagstilraun sem við köllum lýðræði standist þá prófraun sem hún þreytir nú. Enn
er óljóst hvort lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir í heiminum megna að hafa forystu
um nauðsynlegar breytingar í átt að friðvænlegri og sjálfbærari heimi. En eins og
Ólafur Páll ýjar að er spurningin ef til vill ekki síður sú hvort við, borgararnir,
stöndumst prófraunina með því að vera trú hugsjón lýðræðisins, með því að leggja
okkur fram um að gera bestu möguleikana sem í lýðræðinu búa að veruleika, eins