Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 118
116
Armann Halldórsson
myndskreytt og heimspekilegar hugmyndir settar í samhengi við hverdagslega
reynslu. Hér má líka sjá að mörg þeirra deilumála sem sett hafa svip á mennta-
umræðu hérlendis eiga sér gamlar rætur. Til dæmis er ijallað um hvernig nám
breytist þegar nemendur fá að taka til hendinni og beita sér í lærdómnum; kenn-
arinn hættir að tala og ætlast til að á sig sé hlustað, bæði með tilliti til náms og
agamála.” Jafnframt vekur áhuga hvernig tekið er á námsmati og einkunnum, en
feðginin fullyrða að
verðlaun og háar einkunnir eru í besta falli gervimarkmið; þau venja
börnin á að búast við einhverju til viðbótar við gildi verksins sem þau hafa
unnið í sjálfu sér. Það hve háðir skólarnir eru þessum mælistikum sýnir
hversu undirgefnir þeir eru markmiðum sem liggja utan raunverulegs
mannlegs atferlis. I skólum þar sem börnin læra með því að gera hluti
kynnast þau efninu beint með öllum skilningarvitum og beita þekking-
unni strax í athöfnum. Þau þurfa ekki að beita minninu af ofurafh; vöðv-
arnir, sjónin, heyrnin, snertingin og þeirra eigin hugsun sameinast í að
gera niðurstöðuna hluta af lífi nemandans.'3
Það er áhugavert að hér er málefni sem Kristján Kristjánsson hefúr líka látið sig
varða, en í grein í Þroskakostum ver hann hefðbundið námsmat af því tagi sem
Dewey gagnrýnir.24 Nánar tiltekið ver hann notkun atvinnuveitenda á skólaeink-
unnum sem matstæki við ráðningar og líkir því við mat vinnumanna í gamla daga
á „hófalagi" og „liðasverleik“ hesta:
Vinnumaðurinn kannaði liðasverleik og hófalag hestsefnanna eins og
honum bar. Ekki er óeðlilegt að atvinnurekendur telji sér bera að kanna
áþekk kennimörk mannsefnanna, einkunnirnar.25
Einkunnir manna úr skóla eru þannig á einhvem hátt samjafnanlegar við líkamleg
einkenni dýra og kann einhverjum að þykja sú samlíking sérkennileg. Jafnframt
beitir Kristján þeirri aðferð að gefa í skyn að það sé alveg morgunljóst að öll um-
ræða um að eitthvað sé athugavert við hefðbundið námsmat sé algjörlega úrelt.
Einkunnir em tölur sem em búnar til með margvíslegum hætti og hafa merkingu
sem getur verið torvelt að ráða. I framhaldsskólum er einkunn t.a.m. sett saman
úr prófniðurstöðu og vinnueinkunn, þar sem annar þáttur er hugsanlega 60% og
hinn 40%. Vinnueinkunnin verður svo til með ýmsum hætti, en þar búa að baki
22 Sama rit, s. 140.
23 Sama rit, s. 298. Haustið 2007 var haldin ráðstefna á vegum Samtaka um skólaþróun um
námsmat í framhaldsskólum og var málflutningur margra fyrirlesara, t.d. Ingólfs Gíslasonar
stærðfræðikennara við Verzlunarskóla Islands, mjög í anda Deweys árið 1915, http://www.
menntagatt.is/default.aspx?pageid = 440&nid=3022 (sótt 20. desember 2007). Sjá áhugaverða
rannsókn um námsmat í íslenskum grunnskólum: Erna Ingibjörg Pálsdóttir, „Námsmat í
höndum kennara", Uppeldi og menntun 16.2 (2007), s. 45-67.
24 Kristján Kristjánsson, „Prófin og manngildið", í Þroskakostir, s. 215-226.
25 Sama rit, s. 226.