Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 31
Að skilja heimspeking
29
taka á móti tímanum, rétt eins og við tökum á móti nýfæddu barni sem hugsa þarf
um af alúð og samviskusemi.
Nú skulum við fara dýpra í nokkur atriði sem hafa komið fram í máli mínu til
þessa. Til að hjálpa okkur til þess ætla ég að styðjast við athyglisverðan fyrirlestur
sem franski heimspekingurinn Ferdinand Alquié' flutti um miðjan sjötta áratug
síðustu aldar og heitir „Qu’est-ce que comprendre un philosophe?“ - eða „Hvað
er að skilja heimspeking?". Eg staldra hér við Alquié af tveimur tengdum ástæðum,
í fyrsta lagi fer hann nánar í saumana á ýmsu sem ég hef þegar tæpt á, en í öðru
lagi telur hann vera mótsögn á mifli þess að skilja heimspeking og að skilja söguna,
en þessi mótsögn stangast á við það sem ég var að halda fram og því ástæða til að
gefa henni sérstakan gaum. En áður en við gerum það hyggst ég greina frá nokkr-
um meginatriðum í málflutningi Alquié.
Alquié heldur fram í lestri sínum hugmyndum um heimspeki sem eru af sama
toga og þær sem ég hef verið að reifa: Heimspeki er persónuleg viðleitni til að
uppgötva og miðla sannindum um heiminn í heild, sannindum sem eiga erindi til
alls hugsandi fólks. Hér gerir hann skýran greinarmun á því að skilja hlutlæg,
ópersónuleg sannindi á borð við þau sem stærðfræðingur eða hvaða vísindamaður
sem er kann að halda fram og að skilja persónulegt hugarástand einhverrar mann-
eskju. Þetta er greinarmunurinn á tvenns konar merkingu sem leggja má í spurn-
inguna „skilur þú mig?“; það er „skilurðu það sem ég er að segja?“ eða „skilurðu
hvernig mér líður eða hvað vakir fyrir mér?“. Alquié lítur svo á að það að skilja
heimspeking sé annað en þetta tvennt; það sé hvorki að skilja ópersónuleg, hlutlæg
sannindi né að skilja sálarh'f eða skapgerð tiltekinnar persónu, í þessu tilfefli heim-
spekingsins. Heimspekileg sannindi hljóti að hafa mjög sérstaka stöðu og Alquié
skýrir hana með því að tefla saman annars vegar einveru heimspekingsins (hver
sem hann er, Sókrates, Descartes, Kant eða Berkeley) og hins vegar algildi þess
sannleika sem hann tjáir. Alquié segir:
Það er til algildi í einveru [universalite' solitaire\ og það virðist vera hlut-
skipti heimspekingsins: I því felst einmitt allt hans drama. Hinn heim-
spekilegi sannleikur er ekki ópersónulegur, en hann er algildur [univers-
elle\. Einmitt þetta veldur erfiðleikum í því sem við höldum fram, það er
að skilja hvað er persónulegt algildi. Fæstir gera sér grein fyrir þessu, því
þeir eru vanir annað hvort vísindunum þar sem algildið er einmitt ópers-
ónulegt, eða sálfræðilegum sannindum sem eru persónuleg, en þau eru
persónuleg vegna þess að þau eru sérstök. Það sem við þurfum á hinn
bóginn að uppgötva, það er huglægt algildi.*
Alquié bendir á að heimspekingar kvarti gjarnan undan því að fólk skilji þá ekki.
Hann nefnir að Descartes, Kant og Berkeley hafi gert það án afláts. Ég vitna enn
1 Alquié (1906-1985) gegndi meðal annars stöðu prófessors í heimspeki við Sorbonne og var
lærimeistari Gilles Deleuze. Á meðal fjölmargra verka hans er að finna ófáar bækur um
Descartes, Spinoza og Kant.
2 Ferdinand Alquié, Qu’est-ce que comprendre un philosophe, París: La Table Ronde 2005, s. 25-
26.