Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 7
Inngangur ritstjðra
5
brautryðjendur íslenskrar heimspeki hafa bryddað á og gerir um leið gagnrýna
úttekt á framvindu íslensks skólakerfis á undanförnum árum. Segja má að Ár-
mann HaUdórsson fylgi gagnrýni Ólafs Páls eftir, en í grein sem ber titilinn „Sjálf-
stæð hugsun og rýnandi rannsókn“ bendir hann á að þrátt fyrir vilja og góða
viðleitni flestra sem hlut eiga að máli hafi gengið illa að innleiða raunverulegar
umbætur á íslensku skólakerfi og fá kennara til að taka upp virkari kennsluaðferðir
í því skyni að efla sjálfstæða og gagnrýna hugsun nemenda. Helsta ástæðan er sú,
að mati Armanns, að kennarar eigi erfitt með að beita þessum aðferðum þar sem
þá skorti þekkingarfræðileg og jafnvel tilfinningaleg tengsl við þær. Hann leggur
til a^ >.gerendarannsóknir , sjálfsgagnrýnar rannsóknir á heimspekilegum grunni
sem miða að því að auka vitund rannsakandans um forsendur og eðli eigin rann-
sókna, séu ákjósanleg leið til að mæta þessum vanda. Kristján Kristánsson, sem
um áraraðir hefiir helgað sig heimspeki mennmnar, rekur endahnútinn á þema-
greinarnar með ritgerð sinni „Menntun, sjálfsþroski og sjálfshvörf. Áhersla hans
er á „sjálfshvörf eða þær breytingar sem verða á einstaklingnum í námi og mætti
einnig kenna við „sjálfsþroska . í því tilliti tekur hann til gagnrýninnar umfjöllunar
þrjár áhrifamiklar kenningar um sjálfið og leggur mat á hæfni þeirra til að gera
fúllnægjandi grein fyrir sjálfshvörfúm. Sh'kt mat er um leið mat á gildi kenninganna
sem slíkra því þær eru augsýnilega ófúllnægjandi ef þær megna ekki að útskýra
hvernig sjálfshvörf eiga sér stað.
Annað efni Hugar að þessu sinni er ekki síður safaríkt. í áleitnu viðtali rekur
Róbert Jack garnirnar úr einum helsta sérfræðingi íslendinga á sviði forngrískrar
heimspeki, Eyjólfi Kjalari Emilssyni, og fær hann til að hugsa með sér upphátt um
viðhorf sín til heimspekinnar með bæði fróðlegum og skemmtilegum hætti. Eins
og heimspekingar til forna skildu mæta vel er samtalsformið einkar heppilegt til
að þróa og setja fram skýrar og skiljanlegar hugmyndir um margslungin efni. Þó
er sá þáttur í ímynd heimspekinga óneitanlega sterkur að þeir séu illskiljanlegir.
Páll Skúlason og Bryan Magee taka báðir á þessu efni, með talsvert mismunandi
hætti þó, og er ekki laust við að nokkurrar spennu gæti í ólíkum nálgunum þeirra
og efnistökum. Páll spyr hvað felist í því að leitast við að skilja heimspeking, hvað
það sé sem þurfi að öðlast skilning á. Spurningin kallar nefnilega á frekari útfærslu
á Því úvað heimspekin sé eða hvernig hún hafi mótast. Páll leggur áherslu á
ástundun heimspekinnar sem persónulega skilningsleit innan vébanda sögulegs
veruháttar. En vegna þess hversu veigamikil hin tiltekna persóna er í þessu ferli,
segir Páll, eru tilraunir til að skilja sérhverja heimspeki út frá sögulega skilyrtum
kringumstæðum dæmdar til að mistakast. Skiljanleiki heimspekinnar er einnig
umfjöllunarefni Bryans Magee sem fjallar um sambandið á miUi ritfærni heim-
spekinga og dýpt þeirra sem hugsuða. Flókinn texti, segir hann, er engan veginn
merki um djúpa heimspekilega hugsun, heldur kemur flækjustigið oftar en ekki
til vegna vangetu, leti eða jafnvel meðvitaðra tilrauna höfundarins til að virðast
merkilegri hugsuður en hann er í raun og veru. í einkar lipurri þýðingu Gunnars
Ragnarssonar varar Magee við sh'kum tilraunum og gerir kröfú um aukinn skýr-
leika í skrifúm heimspekinga. Ástæðu óskýrleikans segir hann ósjaldan vera hé-
gómagirni, þá staðreynd að á ritvellinum eru heimspekingarnir of uppteknir af