Hugur - 01.01.2008, Síða 18

Hugur - 01.01.2008, Síða 18
16 Róbert Jack rœðir við Eyjólf Kjalar Emilsson Geturðu lýst jyrir okkur um hvað bókin er og hvernig hugurinn fellur inn íhugmyndir Plðtínosar? Við höfum komið inn á að hann hugsaði sér hið eina í upphafi alls, en hann taldi raunar að frumforsendur eða „uppsprettur" heimsins komi í ákveðnu stigveldi, og séu þrjár: A eftir hinu eina kemur hugur og eftir huganum sál, bæði alheimssál og sálir einstaklinga. Hugurinn er hjá honum h'ka svið verunnar, hins sanna veruleika. Plótínos var fylgismaður Platons og trúði á hinar platonsku frummyndir sem eru eins og hjá Platoni það sem raunverulega er. En hjá Plótínosi eru þær ekki sjálf- stæður veruleiki af alveg sérstöku tagi heldur eru þær hugsanir altæks huga. Hann viðurkennir að hann getur ekki fyUilega skýrt tilvist hugans, en hann reynir þó að lýsa því með líkingamáli: I fullkomnun sinni getur hið eina eitthvað af sér sem streymir út frá því og það sem streymir út er hugur. Hvað gerir svo þessi hugur? Hann þráir upphaf sitt og reynir að höndla það, en það mistekst vegna þess að hið eina verður ekki höndlað með neinni hugsun. Hugurinn getur aldrei gripið hið eina eins og það er í sjálfu sér. En við að reyna að höndla hið eina verður til einhver birtingarmynd þess. Imynd hins eina verður til í huganum og það er hinn sanni veruleiki hinna platonsku frummynda. Sem sagt, frummyndirnar eru útkoman úr tilraun hugans til að höndla hið eina, tilraun sem gengur ekki upp. Hvernig kemurpá sálin til á lægra stigi? Sálin kemur til á svipaðan hátt út frá huganum og hugurinn frá hinu eina. Fyrsti kaflinn í bókinni minni fæst við þetta. Eitt af því sem Plótínos er nú þekktur fyrir og við getum talið nýjung hjá honum er kenning um útstreymi eða emanasjón, þar sem hvert þrep veruleikans verður til með einhvers konar útstreymi frá því sem var fyrir ofan. En nú er það svo að hann leggur áherslu á að allt svoleiðis tal sé hreint líkingamál og hann reynir líka að lýsa þessu meira abstrakt og heimspeki- lega með kenningu sem er kölluð kenningin um tvöfalda virkni. Geturðu lýst henni? Já, hvað er tvöföld virkni? Hún er þannig að með því að gera eitt gerirðu líka eitthvað annað. Dæmi sem hann tekur um þetta er sambandið á milli gangs og slóðar. Sá sem gengur er að ganga, en jafnframt býr hann til slóð, þ.e. með því að ganga býr hann til slóð. Slóðin og gangan sjálf eru þó sitthvað. I einhverjum skilningi er sjálfur gangurinn hið upprunalega, hann er orsökin. Þetta gæti verið dæmi um tvöfalda virkni. Einhvern veginn svona hugsar hann þetta sér í frum- spekinni líka. Hið eina hefur einhvers konar innri virkni sem hvílir í því sjálfu, eins og gangurinn, en í því að það hefur þessa innri virkni skilur það eftir sig spor utan sín. Sem er hugur? Sem er hugurinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.