Hugur - 01.01.2008, Side 182
180
Hugur I Ritdómar
nefndu vega stundum þyngra en þær fyrri
en víkja fyrir þeim í öðrum tilfellum.
Þannig fela réttindin í sér kröfur sem
grundvallaðar eru á almennum venjum
(þ.e. á lagareglum eða reglum sem líkja
eftir þeim, hvort heldur þær eru raun-
verulegar eða fræðilegar). Verðskuldun
felur hins vegar í sér kröfur þess efnis að
hverjum beri það sem hann verðskuldar,
°g byggja þessar kröfiir þá á gildum sem
eru „náttúrleg" í þeim skilningi að þau
koma á undan hvers kyns almannakerfum
sem veita þau (s.s. stofnunum, vcnjum og
reglum). Réttlátur maður er því „sá sem
hugar að því að haga málum þannig að
báðum tegundum þessara krafna sé nægur
gaumur gefinn“ (44).
Almennt séð má dást að Justice and
Desert-Based Emotions fyrir það hversu
þverfagleg rannsóknin er. En þrátt fyrir
tilvísun höfúndar í formála sínum í verk
á sviði lögfræðinnar, leiðir sú staðreynd
að hann leggur til grundvallar tvígreiningu
Feinbergs á for-stofnanalegu rétdæti, sem
hvflir á verðskuldun, og stofnanalegu rétt-
læti, sem hvílir á réttindum, til þess að
hann lætur hjá líða að takast á við mik-
ilvægar kenningar réttarheimspekinga í
anda þeirrar hefðar sem byggir á Aristót-
elesi, Rómarrétti og Tómasi frá Akvínó.
Kristján hefur þau orð um útleggingu
Aristótelesar á réttlætinu að hún sé „ein-
staklega óljós“ og „hættulega ófúllkomin"
(43), og fyrir vikið fer hann á mis við skrif
franska réttarheimspekingsins Michels
Villey sem vakti athygli á því afbrigði
réttlætishugtaks Aristótelesar sem birtist
í lögbók Jústiníanusar keisara, Institutes,
þ.e. réttlætinu sem „stöðugum og lang-
varandi vilja til að veita hverjum það sem
honum ber.“ I einkar sjálfri sér sam-
kvæmri útleggingu Villeys krefst dygð
réttlætisins þess að komist sé að því hvað
hverjum beri og því sé spurningin um
réttlæti jafnan fólgin í því að finna hvað
heyri hverjum til. Þetta felur í sér eignar-
re'tt á „því sem manni ber“ sem greinir
ekki á milli réttinda og verðskuldunar,
heldur byggir þess í stað á glöggri að-
greiningu Aristótelesar á því sem er
náttúrlega réttlátt og því sem er rétdátt
sökum viðtekinnar venju. Af nýlegum
rannsóknum á rétdætishugtakinu í þess-
um anda má nefna afar sannfærandi
útleggingu írska heimspekingsins Gar-
retts Barden í bók hans Essays on a
Philosophical Interpretation of Justice: Ihe
Virtue ofjustice (1999).
Greining Kristjáns á verðskuldun bygg-
ir á „for-skilningslegri og frumstæðri
hugmynd um verðskuldun [sem] virðist
eiga rætur í öllum þekktum menningar-
heimum og trúarbrögðum [...] nefnilega,
að í ákjósanlegum heimi mundi hver
maður að öllu jöfnu uppskera eins og
hann sáir“ (57). Verðskuldun er sam-
hljómur sérstakra aðstæðna eða ástands
annars vegar, og hins vegar sérstakra sið-
ferðilegra eiginleika og athafna fólks sem
almennt njóta hylli einmitt vegna þess að
þau eru siðferðileg. Formleg uppbygging
verðskuldunarkröfu er fólgin í þremur
þáttum: manneskjunni sem persónu, nei-
kvæðum eða jákvæðum afleiðingum eða
aðstæðum sem hún verðskuldar, og
grundvelli þess að hún verðskuldar út-
komuna eða aðstæðurnar, en sá grund-
völlur tengist einni eða fleiri staðreyndum
um ábyrgðarfulla tilveru eða hegðun
manneskjunnar.
Kristján heldur því fram að verðskuld-
unarkröfúr hvfli aðeins á einni stoð: sið-
ferðilegri dygð. Þá skoðun telur hann ekki
einungis skírskota til almenns innsæis og
falla best að félagsfræðilegri úttekt á því
hvað fólk telji verðskuldun vera í raun,
heldur varpi hún einnig frekara ljósi á að
þörf varði réttlæti aðeins einstaka sinn-
um. Þegar þörf hefur vœgi, þá er það vegna
þess að hún tengist kröfum til réttinda
eða verðskuldun (oftast þó hinum fyrr-
nefndu), en ekki vegna þess að hún sé
sjálfstæður þáttur í réttlætinu. Auk þessa
þá varpar hugmyndin um siðferðilega
dygð sem hinn eina grundvöll verðskuld-
unarkrafna ljósi á kenninguna um að
ábyrgðarleysi grafi undan kröfúm til verð-
skuldunar. Kristján telur, eins og Aristó-
teles, að ábyrgð sé nauðsynleg til að móta
persónuleika mannsins með réttu eða