Hugur - 01.01.2008, Síða 6
Hugur | 19. ÁR, 2007 | s. 4-7
Inngangur ritstjóra
íslenskir heimspekingar hafa í gegnum tíðina tekið sér fjölbreytt verkefni fyrir
hendur og sinnt hinum ólíklegustu störfum, enda er þá að finna í nær öllum geir-
um þjóðfélagsins. Líkt og Þales forðum daga með ólífupressubraski sínu hafa þeir
sýnt og sannað hæfni sína og getu til að nýta þau tækifæri sem veröldin opnar í
stöðugum umhleypingum sínum og komast jafnvel til efna og pólitískra áhrifa -
hafi þeir á annað borð áhuga á slíku. En öðru fremur hafa íslenskir heimspekingar
verið áberandi á sviði menntunar, og þá ekki bara sem kennarar heldur hafa þeir
leitast við að benda á mikilvægi þess að menntun miði að því að efla jafnt bókvit
sem siðferðis- og félagsþroska manneskjunnar - að „manna“ manneskjuna - en
einskorðist ekki við miðlun þekkingar eða einbera starfsþjálfun fyrir vinnumark-
aðinn.
Allt frá því að Sókrates hóf að stunda heimspeki sem gagnrýna samræðu hefur
menntun í þessum skilningi gengið eins og rauður þráður í gegnum sögu heim-
spekinnar. Þótt heimspekingar hafi vissulega ekki alltaf vísað beint til menntunar
hafa þeir þó á öllum tímum lagt sig í líma við að opna augu viðmælenda sinna og
lesenda fyrir því sem býr að baki yfirborði hversdagsins, í því skyni að þeir öðlist
skilning á raunverulegu samhengi hlutanna og myndi sér gagnrýnið viðhorf til
skoðana og gildismats sem þeir sjálfir og aðrir láta í ljósi í orði eða á borði, jafnt
með sjálfum sér sem á vettvangi samfélagsins. Með öðrum orðum hafa heim-
spekingarnir leitast við að efla skarpskyggni, skilning, gagnrýni, víðsýni, þroska og
skynsemi - markmið sem öll heyra, eða ættu að heyra, menntun til. Raunar má
ekki gleyma því að þessi viðleitni takmarkast ekki við vestræna hugsuði heldur
hefur hana einnig verið að finna á meðal heimspekinga innan annarra menn-
ingarheilda og hún hefur síst verið veikari í fornum heimspekihefðum Indlands
og Kína en í hinni grísku arfleifð Vesturlanda. Konfusíski hugsuðurinn Xunzi sem
uppi var á 3. öld f.Kr. minnir til dæmis á, í fyrstu setningu ritgerðasafns síns, að
menntun sé verkefni sem nær aldrei lokamarki sínu heldur þurfi ávallt að leggja
rækt við hana á meðan samfélög manna eru við lýði.
I ljósi þessa mikla og eðlilega áhuga heimspekinga um víða veröld og á öllum
tímum á menntun er orðið löngu tímabært að Hugur geri henni sérstök skil og því
er „heimspeki menntunar" í víðum skilningi þema þessa heftis. I grein sinni „Skóli
og menntastefna" ríður Olafur Páll Jónsson á vaðið með þá grundvallarspurningu
hvort raunveruleg menntastefna sé fyrir hendi í íslensku menntakerfi nútímans en
umfjöllun hans lýtur að verulegu leyti að þeim áhersluatriðum sem drepið er á hér
að ofan. Hann endurvekur fyrri umræðu um þetta efni sem Páll Skúlason og fleiri