Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 21
Heildarsýn og röksemdir
19
núna að margbreytnin virðist vera tvenns konar: gerandi og viðfang og marg-
breytni innan viðfangsins. Eg spyr spurningar sem ég held að menn hafi ekki spurt
áður: hvernig stendur á þessu, er um að ræða tvö upphöf margbreytileikans og
hvernig eru tengslin á mihi þess að aðgreina geranda og viðfang og þessa greinar-
munar innan viðfangsins? Er annar margbreytileikinn upphaflegur þannig að hinn
leiði af honum eða hvernig er þetta eiginlega? Nú skal ég reyna að verða ekki of
langorður um þetta, en það sem ég reyni að segja þarna er ég næsta viss um að er
rétt hjá mér og ég held ábyggilega nýtt. Það rann upp fyrir mér ljós þegar ég tók
eftir því að í þau skipti sem Plótínos gefúr huganum orðið lætur hann hann alltaf
tala í fyrstu persónu. Raunar virðist svo vera sem fyrsta hugsunin í heiminum, það
sem birtist huganum fyrst þegar hann reynir að höndla hið eina, sé: „ég er“.
Éger.
Og ef það er nú rétt þá sérðu að innri greinarmunur í objektinu og greinarmunur
súbjekts og objekts falla saman, því þegar þú hugsar hugsunina „ég er“ þá er við-
fang hugsunarinnar þetta „ég er“, „ég verandi" og það eru tvö element í þessu,
gerandi og viðfang, ég og veran. Þannig að í þessari fyrstu hugsun verður greinar-
munurinn á geranda og viðfangi og innri greinarmunur í viðfanginu einn og hinn
sami ef hugsunin er í fyrstu persónu. (Ef hugurinn hefði hugsað „hugurinn er“ í
þriðju persónu, fælist vissulega í þessu innri greinarmunur í viðfanginu, greinar-
munur hugarins og verunnar, en ekki þar með greinarmunur geranda og viðfangs.)
Það er tesan mín að þessi sjálfshugsun hugans hjá Plótínosi sé hugsun sem sé í
eðli sínu í fyrstu persónu, ég eyði talsverðu máli í það. En það er ekki nóg með að
þessi hugsun sé í fyrstu persónu, þetta er hugsun sem skilgreinir þann sem hugsar
gerandann. Af þessu leiðir að hugsun hugarins er sjálfsmeðvituð hugsun um sam-
semd þess sem hugsar. Þetta er algert nýmæli í heimspekisögunni, og talsvert
frábrugðið t.d. því sem Aristóteles segir um sjálfshugsun Guðs.
Var hún ípriðjupersánu?
Já, hún hefði alveg getað verið í þriðju persónu.
Hann er ekki sjálfsmeðvitaður; sá Guð?
Það er að minnsta kosti ekki partur af þeirri hugmynd að hann hugsi sjálfan sig,
að hann sé sjálfsmeðvitaður. Hugsun Plótínosar um þetta er miklu skyldari cogito-
inu hjá Descartes sem ég bendi á án þess að fara út í neinn djúpan samanburð.
Þetta er líka hugmynd hjá Kant, en hann talar um „þetta ég sem verður að geta
fylgt öllum hugsunum mínum“.
Efe'g má spyrjafrekar um margbreytileikann. Efpetta erfyrsta hugsunin: e'g er, má sem
sagtgera grein fyrir margbreytileika geranda og viðfangs og innan viðfangsins, en pað
er meiri margbreytileiki sem kemurfram, eitthvað ílíkingu við frummyndir. Þær eru
pá líka innan hugans?
Já, en það er satt að segja dáh'tið óljóst hvernig Plótínos leiðir út allan frummynda-