Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 68
66
Jón A. Kalmansson
Charles Dickens.40 í upphafi sögu Dickens er Scrooge lýst sem köldum og ein-
angruðum manni, ekki aðeins í þeim skilningi að hann elskar peninga umfram allt
annað og kærir sig kollóttan um að sýna samferðarfólki sínu hlýju og stuðning,
eða jafnvel aðeins lágmarks samneyti og tillitssemi. Það sem einkennir Scrooge er
ekki síður einangrun hans frá sjálfum sér, gleymska hans á hver hann var, er og
verður. Kuldi Scrooge á sér rætur í því hvernig hann hefur smám saman tekið að
líta á sjálfan sig og líf sitt. Hann sér sig eingöngu sem kaupsýslumann og hlutverk
sitt sem það eitt að sýsla með fé.Jólanótt eina er Scrooges vitjað afþremur öndum,
hverjum af öðrum, anda liðinna jóla, anda þessara jóla, og anda hinna ókomnu jóla
- og það virðist ekki fjarri lagi að líta á þessa anda sem eins konar persónugervinga
ímyndunaraflsins og hugarflugsins, þeirra sálargáfna sem Scrooge hefur gegnum
árin nær útrýmt úr sjálfiim sér. Sérhver þessara anda leiðir Scrooge fyrir sjónir viss
sannindi um líf hans sem hann var búinn að gleyma eða bæla. Andi liðinna jóla
gerir Scrooge kleift að sjá Ijóslifandi fyrir sér æsku sína, meðal annars „þúsund
hugrenninga, vonir, fagnaðarefni og áhyggjur", umkomuleysi hans og einstæð-
ingsskap, dálæti hans á Þúsund og einni nótt og Róbinson Krúsó, og væntumþykju
hans í garð litlu systur sinnar. Andi þessara jóla gefur Scrooge að sama skapi inn-
sýn í líf þess fólks sem hann tengist og hefur áhrif á, eins og til dæmis Cratchits-
fjölskyldunnar, og hann leiðir honum einnig fyrir sjónir líf ótal einstæðinga og
fjölskyldna á jólunum. Loks er það andi hinna ókomnu jóla sem kemur Scrooge í
skilning um að hann muni brátt deyja yfirgefinn og ósyrgður, ef fram fer sem
horfir.
Hvernig hjálpar þessi gamla jólasaga okkur að skilja betur eðli siðferðilegrar
hugsunar? Diamond segir meðal annars:
Við vitum öll að við vorum eitt sinn börn, en það þarf ekki að vera annað
en tóm sértekin þekking [mere abstract knowledge\ sem ekki getur orðið
hluti af lífi okkar á fullorðinsárum. Eða hún getur orðið hluti af ímynd-
unarafli okkar; sáttin við okkar eigin barnæsku getur verið lifandi og virk
í okkur sem fullorðnu fólki. Sé barnið sem við vorum ekki lifandi í huga
okkar [imaginativepresence in us\ sem fuflorðinna manneskja þá erum við,
að dómi Dickens, ófær um ánægu og von, og það bæklar okkur siðferði-
lega.4'
Eins og í mörgum miklum skáldverkum er sögupersónan í Jóladraumi, Scrooge,
fulltrúi mannkyns. Hann sýnir okkur hvað gerist þegar við þekkjum ekki sjálf
okkur og gleymum hver við erum; þegar staðreynd eins og sú að við vorum eitt
sinn börn, eða að við höfum áhrif hvert á annað og þurfurn hvert á öðru að halda,
eða að við deilum sama hlutskipti og endalokum, er ekki lengur lifandi veruleiki
40 Sjá Charles T)\c\sens,Jóladraumur. Reim/eikasagafrájólum, þýð. Þorsteinn frá Hamri, Reykja-
vík: Forlagið 1986. Cora Diamond ræðir sögur Dickens í fleiri en einni greina sinna. Sjá til
dæmis „ liu' Importance of Being Human" í David Cockburn (ritstj.), Human Beings, Cam-
bridge: Cambridge University Press 1991; og „How Many Legs?“ í Raimond Gaita (ritstj.),
Value and Understanding. Essaysfor Peter Winch, London: Routledge 1990, s. 149-178.
41 „The Importance of Being Human“, s. 42.