Læknablaðið - 01.08.1923, Blaðsíða 7
8.—io. blað.
I
l
9- arg-
Ágúst—október, 1923.
Berklaveiki í Dalasýslu
síðustu 33 árin (1890—1922)
eftir Árna Árnason. héraðslækni í Dalahéraði.
1.
,,Kann ek máls of skil
hvern ek mæra vil.“
Gunnlaugur ormsiuiiga.
Inngangur.
Berklaveikin er nú orðin þjóðarsjúkdómur hér á landi og drepur árlega
um 8. hvern mann þeirra, sem deyja alls, og flest þeirra fólk á besta aldri.
Um þetta verður ekki deilt, þótt um það séu skiftar skoðanir, hve langt
sé síðan hún varð það. Læknastéttinni íslensku er því nauðsyn á að snú-
ast eindregið til baráttu gegn veikinni, en til þess þarf sem besta þekk-
ingu á eðli hennar og öllu háttalagi hér á landi. Þótt margt og mikið sé
nú orðið kunnugt um eðli berklav. fyrir aðstoð rannsókna þeirra, sem
gerðar hafa vcrið. eru skoðanir þó skiftar um allmörg mikilvæg atriði,
og því freniiur er það vafamál, hvort sama á við hér á landi og í þeim
iönclum, sem vér höfurn lært af. Eg vit nefna nokkrar spurningar, sem
ekki er eingöngu fróðlegt, heldur nauðsyn að svara: 1.) Er berklav. nýr
þjóðarsjúkdómur hér á landi? 2.) Er veikin að breiðast hér út? 3.) Hverjir
eru aðallega sýkjendurnir? 4.) Á livaða aldri sýkjast menn? 5.) Hvernig
er vfirferð veikinnar há.ttað? 6.) Hvert er sambandið milli húsakynna
og berklav. ? 7.) Hvernig er sambandið milli skyldleika og sýkingar?
8.) Hvað er um sýkingarhættu i hjónabandi? 9.) Er sarna að segja um
veikina hér og erlendis eftir aldri og kyni sjúklinga 0 g tegund
veikinnar? 10.) Hver verða afdrif sjúklinganna? 11.) Er hætta á sýking
af nautgripum hér á landi ? 12.) Koma gildandi varnarráðstafanir að veru-
legum notum?
Þannig liggur fyrir hverjum lækni heil tylft spurninga á vörum, og
Sem lietur fer er rannsókn hafin. Rannsókn Iierklanefndarinnar og heil-
brigðisskýrslurnar veita ýmsa vitneskju um sum þessara atriða, en auð-
vitað þarf að bæta við þá góðu byrjun. Vér héraðslæknar getum að vísu
lítt tekið þátt í þeint visindalegu rannsóknum, sem fara frarn í vinnustof-
urn vísindamannanna með þeim tækjum, sem nú tiðkast til vísindaiðkana,
en vér getum hins vegar starfað að rannsókn á háttalagi veikinnar og
atferli meðal þjóðarinnar úti um sveitir lands. Þannig getum vér aurpál-
arnir einnig orðið hámingju íslands að vopni.
Eg vil nú leitast við. að athuga nokkur ofangreindra atriða og leggja