Læknablaðið - 01.08.1923, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ
137
sennilegt, aö þaö sé mikill meiri hluti þeirra fæöinga, þar sem slíkt hef-
ir komiö fyrir, þvi aö oftast fer fæöingin þannig af staö, aö fólk verður
hrætt og sendir í snatri eftir lækni. En nú kynni einhver aö spyrja, hvort
hér hafi altaf veriö um plac. prævia að ræða, og er þar auðvitað ekki við
annaö að styðjast en diagnosis læknisins, sem oft styðst við glöggar lýs-
ingar í skýrslunum. Svo er taliö, að ca. 95% af blóðlátum undan og í
byrjun fæðingar, stafi af placenta prævia, og sé reiknað með því, verða
það ekki margar fæðingar, seni úr ganga, og varla svo margar að þær
vegi ekki fyllilega upp á móti þeim plac. prævia-fæðingum, sem læknis
er ekki vitjað til og þvi aldrei koma í skýrslur, nema ef til vill hjá ljós-
mæðrum, en þeirra skýrslur eru svo götóttar að heíldaryfirlit er ekki
á þeim bvggjandi.
Fróðlegt væri að vita hve oft hafi kornið fyrir pl. præv. centralis og
hve oft partialis vegna ])ess, að horfurnar fvrir hvorttveggja, móður og
barn eru rniklu betri, ef að eins er um pl. præv. partialis að gera, en því mið-
ur geta skýrslurnar ekki um það nema við 30 fæðingar. Þar var 9 sinnum
pl. pr. centralis og 21 sinni partialis. Munurinn á horfum mæðranna sést
samt greinilega, þótt ekki sé um margar fæðingar að ræöa, því að af
þeim 9 með pl. pr. centralis dóti 4 en engin hinna.
Aldur mæðranna er frá 21 til 46 ár, en mikill meiri hluti þeirra er yfir
þritugt, enda er hér á landi eins og annarsstaðar pl. pr. miklu tiðari hjá
multiparae en primiparae. Af þeim 66 konum sem um er að ræða, voru
7 þrimiparae og 52 multiparae, en um 7 er þess ekki getið, hvort átt liafi
hörn áður eða ekki. Þó ]>ykir mér líklegt, að telja megi þær til multiparae,
og ræð eg það af því, að læknar myndu varla hafa látið þess ógetið, et'
þeir hefðu fundið pl. pr. hjá primiparae, vegna þess hve það er sjaldgæft.
Þessar 7 primiparae eru 10,6% af öllum konunum, og eru það lik hlut-
föll og fyrir koma í útlöndum, en þar hafa primiparae með pl. pr., sam-
kvæmt ýmsum samtalningum, revnst að vera frá 6—15%.
Litið sem ekkcrt veröur af skýrslunum ráðið um annað en fæðingarn-
ar, sem fyrir mæðurnar hefir kotnið, t. d. um legbólgur o. fI., enda er
alls ekki við slíku að búast í stuttum yfirlitsskýrslum.
12 sinnum er þess getið, að konan hafi haft blóðlát einu sinni eða oftar
seinni hluta meðgöngutimans, en sennilega hefir það -komiö miklu oftar
fyrir þótt ekki sé þess getið, því að að eins 4 sinnum er það tekið fram,
að ekkert hafi blætt fvrr en um leið og fæðing byrjaði.
Það er titt við pl. pr. að fæðing verði fyrir timann, og er þesá getið
hér um 8 börn, að þau hafi verið ófullburða, 3 þeirra fæddust andvana, og
það 4. dó á fyrsta degi, fæddist 2 mán. fyrir tímann. i vóg að eins T250
gröm og liíði þó í 2 vikur. en það 6. lifði og var þó ekki nema 1650 gröm
a þyngd. 2 komu ca. mán. fyrir tima, tvíburar, sem báðir lifðu.
Tviburar fæddust 2 sinnum og lifðu bæði börnin í annað skiftið en i
hitt skiftið dóu bæði. Viö hvortveggja fæðinguna var pl. pr. partialis.
Sumir telja tvibura eina af orsökunum til pl. pr. vegna þess, hve plancenta
er þá mikil ummáls og eigi ilt með að komast fyrir uppi í corpus uteri. og
gæti það.bent í ]iá átt; aö finna 2 tvíburafæðingar af 66. þótt tölurnar
seu svo lágar, að tilviljun ein geti þar miklu um ráðið. Samkvæmt mann-
Ijöldaskýrslum Hagstofunnar hafa árin 1896—1915 verið 1.67% fleirbura-
fæðingar hér á landi.