Læknablaðið - 01.08.1923, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 123
líkt og í skýrslu berklan., en nokkru hærra en i heilbr.sk. (55%). Taflan
sýnir einnig, aiS á fyrstu árunum, til y ára aldurs, eru a'ö eins 2 sjukl.
meö lungnaberkla, en 6 meö tub. al. loc., og aö eftir þaö snýst hlutfallið
við. Þetta er einnig í samræmi viö niðurstöðu berklanefndar.
7. Manndauði úr berklaveiki,
Skýrslu berklanefndar og heilbr.sk. 1911—20 ber ekki alveg saman urn
Dalasýslu í þessu efni. Báöar þessar skýrslur setja dánartöluna 17 ára-
biliö 1911 —15, en 16 árabiliö 1916—18 (sk. berklan.) og 19 árabiliö 1916
—20 (heilbr.sk.). Þessari siöustu tölu ber saman viö berklabók héraðsins,
en hinar eru hærri. Munurinn stafar vitanléga af því. að lækni er ekki
kunnugt unr afdrif allra sjúklinganna, enda hafa sumir fariö fram hjá
héraöslækni (sbr. ath. við I. töflu um Skarösströnd). Samkvæmt nefnd-
um tölum berklanefndar hefir um 7. hver maöur dáið úr berklav. í Dala-
sýslu 1911—18, eða 14.3%, og er hún þá meö lakari sýslunum og dán-
artalan töluvert hærri en á öllu landinu (8,4 hver maður eöa 12%).
Til þess aö grenslast eftir afdrifum sjúkl. meö lungnaberkla, hef eg
athugað dánardægur þeirra og ár ásamt byrjunartima sjúkdómsins. En
þeir sjúkl. eru aö eins 44. sem nokkur vissa er um í þessu efni. Hér er
tafla yfir afdrif Jieirra, það er V. tafla.
V. tafla.
Taflan sýnir, að 33 sjúkl. af 44, eöa )4 hlutar þeirra, hafa dáiö iunan 5
ára frá þvi. aö víst varð um byrjun veikinnar. Af þeinr hefir aftur tiltölu-
iega mestur hlutinn dáiö á 1. misseri, eöa um 27%. Af hinum hafa nokk-
urn veginn jafnmargir dáiö á 2. misseri, 2. ári og eftir 2—5 ár. Af þeim
.'4 hluta, sem lengur liföi, voru flestir (10 af 11) vinnufærir eftir 5 ár.
Sá eini sjúkl., sem sýktist innan 10 ára aldurs, dó á 1. misseri. Sjúkling-
arnir í næstu aldursflokkum liföu lengur, og þeir, sem voru vinnufærir
eftir 5 ár. voru flestir af aldursskeiðinu 15—19 ára. Af þeim, sem skráðir