Læknablaðið - 01.08.1923, Blaðsíða 120
2l8
LÆKNABLAÐIÐ
Tafla VII sýnir aö vísu, aö af börnum í vitanlegri berklahættu hafa rúm-
lega 5% fleiri haft eitlaþrota en af hinum, og þar er eina barnið, sem
vist má telja, að hafi berklalrólgu i eitlum. En að því barni frátöldu, er
munurinn svo lítill, að varla er mark á takandi. Það er líka aðeins flokk-
urinn með jítinn e])., sem er hér fjölmennari lilutfallslega, en i flokknum
með talsverðan eþ., sem h.elst gæti verið grunsamlegur, að þessu leyti,
er hlutfallstalan jafnvel íviö lægri hjá börnum í berklahættu en hinum.
Helst gæti i fljótu Ijragði sýnst eitthvað úr því gerandi, aö börn með
örlítinn eþ. eru tiltölulega um færri, en börn með lítinn eþ. um Jtj
fleiri, meðal barna i berklahættu en annara, en vegna þess, að eitlaþrot-
inn í báðum þessum flokkum er svo litill, eða bv. kemur þar varla til
mála a. m. k, þekkist ekki, verður ekkert af þessu ráðið.
í töflu VIII. er nánari grein gerð fyrir eitlaþrota og heilsufari barn-
anna, sem talin eru í töflu VII., svo og samvistum ]>eirra við l)erklaveika.
(Tölurnar tákna aldur þegar skoðað er. Skammstafanirnar: Ö = örlít-
inn. L. = litinn. 'l'. = talsverðan, M = mikinn og o = engan eitla])rota).
Ótti við berklasniitun i skólunum mun hafa mestu ráðið um að skóla-
eftirlitið var fyrirskipað upphaflega. Þó að þar sé ekki um algengan
skólabarnasjúkdóm aö ra'ða, og sé að því leyti fyrir utan aðalumtaísefnið
liér, þykir því réttara, að minnast stuttlega á lungnaberklaveiki í skóla-
börnunum og aðra sjúkd. og kvilla í andfærum þeirra. Að eins eitt líarn
hefir fundist öll árin með opna bv. við skólaeftirlit (nr. 26 i töflu VIII).
4 önnur hafa fundist við eftirlitið, sem lungnaskoðun gaf grun um að
hefðu bv. (nr. 4 og 5 í töflu VIII, og 2 sem að eins voru-skoðuð 1916,
og því ekki talin í töflunni), en að eins i einu Jíeirra hefir seinna borið
á brjóstveikindum. 2 höfðu haft eða verið grunuð um bv. á undan skóla-
göngu, en annað ])eirra hafði góða heilsu alla tíð eftir að skólaganga
byrjaöi (nr. 22), hinu virtist batnað á undan skólavist, en fékk seinna
spondylitis og dó (nr. 8). 2, sem engin veila fanst i lungum á við skóla-
eftirlit, fengu pleuritis á skólatímanum (nr. 11 og nr. 14), en batnaði.
og virtist ná sér til fulls. i var grunaður um bv. á skólatímanum, og sótti
því ekki skólann einn veturinn (nr. 21). Loks hafa 4. sem ekki voru
grunuð um bv. í lungum á skólaárunum, fengið hana seinna (nr. 17—18
og nr. 23—24), og 1 miliartub. (upp úr lymfadenit. tub., nr. 2). — Aðrir
andfærasjúkdómar og kvillar, svo sem hæsi og lungnakvef, leyfar eftir
brjósthimnubólgu, svo og smávegis afbrigði við lungnahlustun, án ])ess
að um venjuleg veikindi væri að ræða, komu fyrir hjá 130—140 börnum
samtals öll árin.
— Ef dæma skyldi eftir yfirlitságripinu áðurnefnda i Heilbrigðisskýrsl-
unum, ])á eru héraðsbúar mínir ,,faeile primi“ í lúsarækt; aftur má segja
urn Skipaskagahérað, að ,,])að sér á, að þar búa þrifnaðannenn“, því að
])ar nær tala barna með lús eða nit ekki 2% af skoðuöum börnum. Samt
efa eg það stórlega, að hér sé meira um lús yfirleitt en annarsstaðar á
landinu. Eg hefði getað fengið fallega ,,statistik“, ef eg hefði talið þau
ein börn, sem lús hefir fundist á við eftirlitið, því að þau voru að eins
8 öll árin. Og niðurstaðan hefði ekki orðið verri en víða annarsstaðar, ef
í viðbót heföu að eins verið talin börn með talsverða og mikla nit, þvi
að þau eru ekki fleiri en 6—7% af börnunum. En eins og áður er sagt,
hefi eg lengst af talið alla ])á nit, sem fundist hefir við vandlega aðgæslu