Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Page 45
-43-
festingin hafði áður verið leiðrétt vegna þeirra ilDÚða, sem
ætla mátti að afhentar hafi verið fullfrágengnar. Flest
árin voru niðurstöður þessara tveggja aðferða ekki mjög frá-
brugðnar, og var ákveðið að nota meðaltal þeirra.
Til viðbótar við eigin vinnu húsbyggjenda er talin til
sama framleiðslureiknings eigin vinna bænda við nýfram-
kvæmdir útihúsa. Sú vinna er áætluð eftir upplýsingum úr
ársskýrslu Búreikningastofu landbúnaðarins, en þar koma
meðal annars fram unnar klukkustundir við nýframkvæmdir úti-
húsa að meðaltali á þeim býlum, sem úrtak Búreikninga-
stofunnar nær til.
Reiknuð laun húsbyggjenda og bænda teljast til
rekstrarafgangs á framleiðslureikningi en ekki til launa,
og má i' þvi' sambandi vitna til skilgreiningar á rekstrar-
afgangi hér að framan og hliðstæðunnar við eigendalaun i'
einstaklingsfyrirtækjum.
Starfsemi ræktunarsambanda er áætluð þannig, að
aðkeypt vinna er byggð á vinnuvikum i' slysatryggingaskrám
og áætluðum launakostnaði á ársverk i' byggingariðnaði. Til
viðbótar kemur si'ðan eigin vinna bænda og búaliðs við ný-
rækt samkvæmt ársskýrslu Búreikningastofunnar. Aðfanga-
hlutfall er byggt á hlutfallinu milli vinnulauna og annars
rekstrarkostnaðar við vélavinnu almennt.
r þjóðhagsreikningaskýrslu nr. 1 var sleppt atv.gr.
420, byggingu og viðgerð mannvirkja i' eigin þágu. Rök-
semdin var sú, að launagreiðsiur og aðrir þættir vinnslu-
virðis i' þessari grein væru þegar komnir fram hjá fram-
kvæmdaaðila. Ljóst virðist, að þetta eigi við um alla við-
haldsvinnu sem gjaldfærð er á rekstur. Hins vegar getur
þetta ekki átt við um nýframkvæmdir. Eftir frekari
athuganir á launagreiðslum i' þessari atvinnugrein var
ákveðið að taka helminginn af þeirri launafjárhæð sem fram
kom i' launamiðaskýrslum og samkvæmt tryggingarskrá i' þessari
atvinnugrein og mynda nýjan framleiðslureikning fyrir
atvinnugreinina. Þá er gert ráð fyrir þvi', að hinn
helrningur launaf járhæðarinnar sé viðhaldsvinna og þvi'
væntanlega þegar meðtalinn i' rekstrarreikningi i' viðkomandi
atvinnugrein.