Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Page 53
-51-
uppgjöri þjóðhagsreikninga frá og með árinu 1980, eins og
nánar er lýst i' áðurnefndri þjóðhagsreikningaskýrslu nr. 2
um búskap hins opinbera. Þessi breyting ætti þó ekki að
raska samanburði á starfsemi hins opinbera i' framleiðslu-
uppgjörinu þegar litið er á allar þrjár greinarnar i' einu
lagi.
5.2.18 Önnur starfsemi
Þriðji geirinn i' framleiðslureikningunum er "önnur
starfsemi". Hér er um að ræða mjög li'tinn geira og álita-
efni, hvort ástæða er til þess að skilja hann frá hinum.
Sú leið er þó valin, einkum vegna þess að starfseminni
svipar að sumu leyti til starfsemi opinbera geirans og sumu
leyti til einkageirans. Hér er ekki um að ræða starfsemi,
sem rekin er i' ágóðaskyni, og er að þvi' leyti svipuð starf-
semi hins opinbera. Hins vegar er þjónusta þessa geira i'
mörgum tilvikum seld á markaði, eins og um fyrirtæki væri
að ræða.
Sú starfsemi sem telst til þessa geira er rekstur elli-
heimila og ýmissa velferðarstofnana, auk starfs hagsmuna-
samtaka og áhugasamtaka.
Heimildir um þessa starfsemi eru enn sem komið er
fremur af skornum skammti og rekstrarreikninga hefur yfir-
leitt ekki verið aflað. Þess i' stað er byggt á launamiða-
skýrslum og tryggingaskrám fyrir þessar greinar. Aðfanga-
hlutföll eru áætluð þau sömu og i' opinberri þjónustu.
5.3 Endurmat birgða
r grein 5.3 i' þjóðhagsreikningaskýrslu nr. 1 var að
þvi' vikið, að það kynni að orka tvi'mælis, hvort tekjur og
gjöld i' framleiðslureikningunum væru á sambærilegu verð-
lagi, þvi' tilkostnaður væri e.t.v. gjaldfærður á verðlagi
sem gilti þegar varan væri keypt, en tekjur á verðlagi sölu-
dags. Þannig geta tölurnar gefið til kynna hagnað sem er
þó ekkert annað en verðbólga. X áðurnefndri skýrslu var
ekki gerð tilraun til þess að leiðrétta þessa skekkju. Það
hefur hins vegar verið gert i' þessari skýrslu á þann hátt,