Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Page 59
-57-
bera ekki staðvirtir i' þjóðhagsreikningakerfinu. Þótt svo
sé ekki gert hér mælir i' sjálfu sér ekkert gegn þvi', að
hinn almenni notandi tekju- og útgjaldareikninganna stað-
virði þá hverju sinni og þá á grundvelli þeirra vi'sitalna
sem hann ákveður.
Þegar staðvirðing þjóðhagsreikninga hefur verið skil-
greind með framangreindum hætti, þannig að hún nær einungis
til vöru- og þjónustureikninganna svo og framleiðslu-
reikninganna, liggur næst fyrir að aðgreina verð-og magn-
breytingar i' þessum reikningum. Aðferðirnar við þessa að-
greiningu geta verið með ýmsum hætti eins og nánar verður
lýst hér á eftir. Almennt má þó segja að álitaefnin og
vandamálin séu i' meginatriðum svipuð, hvort heldur sem stað-
virtar eru þjóðhagsreikningatölur sem sýna ráðstöfun verð-
mætanna eða tölur sem sýna framleiðslu. Þó er sá munur á,
að við staðvirðingu samkvæmt framleiðsluaðferð koma upp
ýmis fleiri vandamál en i' útgjaldaaðferðinni. Þetta á rót
si'na að rekja til þess, að i' framleiðsluupgjörinu er verið
að leitast við að staðvirða vinnsluvirðið, það er að segja
mismun framleiðsluvirðis og aðfanga. Staðvirðingu af þessu
tagi má framkvæma með þvi' að staðvirða ýmist framleiðslu-
virðið eða aðföng og gefa sér jafnframt þá forsendu að fram-
leiðsluvirði og aðföng breytist eins. Einnig er unnt að stað-
virða hvorn þessara þátta fyrir sig og er þá talað um tvö-
falda staðvirðingu "double deflation".
Þau tvö helstu vandamál sem við er að etja, þegar
hvort heldur ráðstöfunaruppgjörið eða framleiðsluuppgjörið
er staðvirt, eru annars vegar vi'sitöluvandinn en hins vegar
mat á gæðabreytingum. Hvorugu þessara vandamála verður lýst
hér til hli'tar. Þó er rétt að geta þess, að einn þáttur
vi'sitöluvandans er val á grunnári, þ.e.a.s. þvi' ári sem
fastaverðsreikningurinn er miðaður við. Verðhlutföli milli
vörutegunda geta breyst frá ári til árs og þess vegna geta
niðurstöður orðið mismunandi eftir þvi' hvaða ár er lagt til
grundvallar.
Vegna þessara breytinga á innbyrðis verðhlutföllum er
nauðsynlegt að skipta um grunnár öðru hvoru. Við val á
grunnári er þvi' sjónarmiði oft haldið fram, að grunnárið
eigi að vera "venjulegt" i' sem flestum skilningi. Mjög kann
að orka tvi'mælis hvað er "venjulegt" i' þessu sambandi og