Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Page 60
-58-
hæpið að hafa slík sjónarmið að leiðarljósi. En önnur og
áþreifanlegri álitaefni koma upp við val á grunnári. Verður
nú getið þeirra helstu.
Um leið og ákveðið er að skipta um grunnár þarf að
taka afstöðu til þess, hvort jafnframt eigi að staðvirða
fyrri ár með verði hins nýja grunnárs. Það sem ynnist við
nýja staðvirðingu fyrir fyrri ár væri að þá fengist samræmd
talnaröð um magnbreytinguna, sem jafnframt uppfyllti það
skilyrði að einstakir undirliðir hverrar samtölu væru sam-
leggjanlegir, þ.e. "additively consistent". Okostirnir eru
aftur á móti þeir að þessi endurskoðun væri kostnaðarsöm og
mundi riðla öllum fyrri magnvisitölum i' hvert skipti sem
skipt væri um grunnár. Þá má og efast um réttmæti slfkrar
endurskoðunar almennt vegna vandkvæða á sambærileika milli
vörutegunda og verðhlutfalla þegar yfir langt ti'mabil er
litið.
Annar möguleiki er að endurreikna ekki staðvirðingu
fyrri ára þegar nýtt grunnár er tekið upp. Sú aðferð felur
það i' sér að nota þarf keðjuvi'sitölu þegar magnbreytingar
eru skoðaðar aftur fyrir grunnárið. En Þvi' fylgir að ekki
er lengur tryggt að ti'maraðirnar verði innbyrðis sam-
leggjanlegar. Of traar keðjutengingar eru þvi' ekki taldar
æskilegar.
Af þessu má sjá, að ýmis álitaefni koma upp við val á
grunnári. Niðurstöður alþjóðastofnana, eins og Sameinuðu
þjóðanna og OECD, i' þessum efnum eru þær helstar að skipta
eigi um grunnár i' þjóðhagsreikningum ekki sjaldnar en á ti'u
ára frest en ekki oftar en á fimm ára fresti. Jafnframt er
það taiið æskilegt að vissu marki að endurreikna fyrri ár
þegar tekið er upp nýtt grunnár við staðvirðingu.
í þessari skýrslu er árið 1975 notað sem grunnár eða
staðvirðingarár, en jafnframt er áformað að taka upp sfðar
nýtt staðvirðingarár, og þá árið 1980. Þetta er meðal
annars gert til samræmis við ráðstöfunaruppgjör þjóðhags-
reikninga, og er þá farið að tilmælum alþjóðastofnana. Um-
reikningur til nýs grunnárs er all viðamikið mál, ef farið
er ofan i' smæstu sundurliðanir i' hverri atvinnugrein. Hins
vegar er einnig unnt að fara skemmri leið með þvi' að nota
sömu magnvi'sitölur og áður fyrir hverja atvinnugrein, en
nota sem vog á þessar magnvi'sitölur vergar þáttatekjur