Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Page 71
-69-
oröum, aðferð af þessu tagi tekur ekki tillit til fram-
leiðniaukningar vinnunnap. Ein lausn þessa vanda væri að
reikna með fastri árlegri aukningu vinnsluvirðis á vinnu-
einingu, til dæmis 1-2%'. Sumar þjóðir nota raunar slfkar
forsendur við mat á magnbreytingum X þeim atvinnugreinum,
þar sem vinnuaflið er notað sem visbending um breytingu
vinnsluvirðis. Þannig er til dæmis X sænskum þjóðhags-
reikningum að stærstum hluta reiknað með 2% árlegri fram-
leiðniaukningu vinnuafls X opinberri þjónustu. Alþjóða-
stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar mæla hins vegar ekki
með forsendum af þessu tagi.
6.3 Staðvirðing einstakra atvinnugreina
r greinum 6.1 og 6.2 hér að framan hefur nú verið
fjallað almennt um staðvirðingu og helstu álitaefni sem upp
koma i' þvi' sambandi. Hér á eftir verður þvi' lýst hvernig
þessi álitaefni hafa verið leyst við staðvirðingu fram-
leiðsluuppgjörsins. Almennt má segja, að allar þrjár
nálgunaraðferðirnar, sem lýst er i' grein 6.2 hér að framan,
hafi verið notaðar i' einni eða annarri mynd, en þó misjafn-
lega mikið. Verður nú fjallað um hverja atvinnugrein fyrir
sig eftir þvi' sem ástæða þykir til. Tveggja stafa
ISlC-flokkuninni er vi'ðast hvar fylgt.
6.3.1 Landbúnaður (atv.gr. 11)
r fyrstu gæti virst að nota mætti magnvi'sitölur fyrir
landbúnaðarafurðir sem vi'sbendingu um magnbreytingu þátta-
tekna i' landbúnaði. Svo er þó alls ekki. Astæðan er sú,
að með staðvirðingu framleiðsluuppgjörsins er verið að
leita að magnbreytingu nettóframleiðslunnar, það er afurða
að frádregnum aðföngum. I' landbúnaði ræður árferði miklu
um sambandið milli aðfanga og afurða. Góðu heyskaparári
fylgja minni fóðurbætiskaup, svo dæmi sé tekið. Hér er þvi'
hlutfalliö milli aðfanga og afurða ekki fast, og þar með
gelur reynst mjög varasamt að nota magnbreytingu afuröa,
það er framleiðsluvirðis, sem visbendingu um magnbreytingu
þáttatekna. Af þessum sökum hefur hér verið gripið til