Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Side 4

Sagnir - 01.05.1982, Side 4
Þorgeir Kjartansson: Stóridómur Nokkur orð um siðferðishugsjónir Páls Stígssonar Þótt þú takir rokna raft og rekir út náttúruna aftur með sinn kemur hún kraft og kann ei burtu una í fyrravetur skrifaði ég langa ritgerð í sagnfræði við H.í. undir leiðsögn Helga Þorlákssonar um Stóradóm. Tekið var til at- hugunar tímabilið 1641—50 og sat ég langar stundir niðrá Þjóðskjalasafni og rýndi í svo- nefnda sakafallsreikninga. En þar eru skráð nöfn og refsingar þeirra afbrotamanna sem sýslumönnum landsins tókst að góma, e.k. afrekaskrár þessarar veiðiglöðu stéttar. Rit- gerðin sem ég kreisti fram um síðir þótti helsti þurrprumpuleg og tyrfin fyrir svo létt og lipurt rit sem Sagnir og þvi kemur hér svipað efni í annarri útgáfu sem víkur e.t.v. ögn undan kröfunum um óhlutdræga fram- setningu hins vísindalega rétttrúnaðar. Það er nokkuð handahófskennt hvenær ég nota tilvísanir og hvenær ekki og ég vona að mér verði fyrirgefin hroðvirknin sem stafar af kappi við timann. Megnið af þeim fróðleik sem hér er að finna er komið frá Helga, ým- ist úr bók hans, kennslu eða á annan hátt og þakka ég hér með fyrir mig. Um frelsið og fleira Öldum saman hafa kynlíf og galdur (að ekki sé talað um kynferðislegan galdur) veitt hrjáðum mannverum huggun og blessun, lausn frá myglu, heimsku, tæringu og traðki mannlífsins. Enda er það svo, að í flestum skyni bornum samfélögum þar sem haldist hefur ósködduð taug milli mannsins og upp- runans hafa kynlíf og galdur löngum skipað öndvegi með guðunum, eða réttara sagt not- ið virðingar og fordómalausrar ástundunar sem sambandsgjafar við hið háa, hið guð- lega. Svonefndar náttúruþjóðir hafa yfirleitt ræktað sinn óbælda kynjagarð og leyft kyn- blómum, töfrajurtum og öðru undri að springa út án þess að skammast sín. Vilja sumir meina að m.a. þess vegna hafi líf þessa fólks dýpra og upprunalegra inntak en ónátt- úruþjóðir Vesturlanda geti áttað sig á. Líf- seig hefð ónáttúruþjóðanna hefur ímugust á því sem hún kallar kukl en er þó (sagði mér þulur) viðleitni til að ná valdi á hinni firna- djúpu kjarnorku sálarinnar. Skv. sömu hefð er kynlíf ill nauðsyn sem aðeins á að gangast undir gegn afarkostum: með einni mann- eskju allt lífið. Þessi haftastefna hefur jafn- an verið kennd við kristna trú þó ekki séu allir á einu máli um uppruna hennar. Álíta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.