Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Síða 19

Sagnir - 01.05.1982, Síða 19
hins vegar sú braut sem hin kapítalíska þjóð- félagsframvinda er á, því vitanlega er t.d. grein eins og sagnfræði ekki í einhverskonar tómarúmi fyrir utan samfélagið eða innan þess. Erlendis, t.d. i Danmörku eru mörg fordæmi fyrir ritun kvennasögu, t.d. á tíma- bilinu 1880—1925. Hvað varðar ísland í þessum efnum, þá má segja að á þessu tímabili komi fram í fyrsta skipti greinar í blöðum um konur og stöðu þeirra, ritaðar af konum jafnt sem körlum. En það finnst engin kona eða karl hér á landi sem beinlínis hefur það að mark- miði að rita sögu kvenna á ákveðnum tima- bilum. Til þessa vantaði öll skilyrði í samfé- laginu. Það sem kom fram á prenti var flest allt ritað í tengslum við kvenréttindabar- áttuna sem hefst á þessu tímabili og beinist hún bæði í rituðu og mæltu máli að því markmiði að konur fái sama lagalega jafn- réttið á borð við karla. Þessi barátta tengist ekki sósíalískri baráttu eins og á hinum Norðurlöndunum, m.a. vegna þess að ísland átti sér enga verkalýðsstétt í bæjum sem gæti helgað sig alfarið þessari baráttu, tengt stéttabaráttuna við kvennabaráttuna. Það gerist ekki fyrr en seinna. En sá áhugi sem nú er fyrir kvennasögu og þá á ég við erlendis, er miklu meiri að um- fangi heldur en á timabilinu 1880—1925. Það er því afstætt fyrirbrigði, bæði í tíma og rúmi, að lýsingu á lífi kvenna hafi sjaldan brugðið fyrir i þeim efnum sem sagnfræðin hefur tekið til umfjöllunar. Þessi áhugi fyrir kvennasögu sem nú er innan sagnfræðinnar og skyldra greina er samtvinnaður annars- vegar því hvernig hin fræðilegu markmið og ákveðin efnissvið eru skilgreind og hins vegar eru þessar skilgreiningar viðbrögð við þeim spurningum sem þróun samfélagsins og þjóðfélagsaðstæðurnar miðla inn í sagn- fræðina. Ástæðuna fyrir þessum kvennasög- uáhuga 1880—1925 má meðal annars rekja til þess, að þetta tímabil einkenndist af mjög mikilvægum breytingum á raunverulegri stöðu kvenna í samfélaginu annars vegar og hins vegar tóku viðbrögð þeirra gagnvart kjörunum einnig breytingum. Með öðrum orðum má segja að meðvitund þeirra um breytta tíma hafi tekið stakkaskiptum sem kemur m.a. fram í stofnun verkakvennafé- laga. Ástæðuna fyrir þessum breyttu bar- áttuaðferðum má m.a. rekja til aukinnar iðnvæðingar í Danmörku. Ör þróun var á Konur við fiskþvott að vetrarlagi fyrr á þessari öld. 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.