Sagnir - 01.05.1982, Síða 19
hins vegar sú braut sem hin kapítalíska þjóð-
félagsframvinda er á, því vitanlega er t.d.
grein eins og sagnfræði ekki í einhverskonar
tómarúmi fyrir utan samfélagið eða innan
þess. Erlendis, t.d. i Danmörku eru mörg
fordæmi fyrir ritun kvennasögu, t.d. á tíma-
bilinu 1880—1925.
Hvað varðar ísland í þessum efnum, þá
má segja að á þessu tímabili komi fram í
fyrsta skipti greinar í blöðum um konur og
stöðu þeirra, ritaðar af konum jafnt sem
körlum. En það finnst engin kona eða karl
hér á landi sem beinlínis hefur það að mark-
miði að rita sögu kvenna á ákveðnum tima-
bilum. Til þessa vantaði öll skilyrði í samfé-
laginu. Það sem kom fram á prenti var flest
allt ritað í tengslum við kvenréttindabar-
áttuna sem hefst á þessu tímabili og beinist
hún bæði í rituðu og mæltu máli að því
markmiði að konur fái sama lagalega jafn-
réttið á borð við karla. Þessi barátta tengist
ekki sósíalískri baráttu eins og á hinum
Norðurlöndunum, m.a. vegna þess að ísland
átti sér enga verkalýðsstétt í bæjum sem gæti
helgað sig alfarið þessari baráttu, tengt
stéttabaráttuna við kvennabaráttuna. Það
gerist ekki fyrr en seinna.
En sá áhugi sem nú er fyrir kvennasögu og
þá á ég við erlendis, er miklu meiri að um-
fangi heldur en á timabilinu 1880—1925.
Það er því afstætt fyrirbrigði, bæði í tíma og
rúmi, að lýsingu á lífi kvenna hafi sjaldan
brugðið fyrir i þeim efnum sem sagnfræðin
hefur tekið til umfjöllunar. Þessi áhugi fyrir
kvennasögu sem nú er innan sagnfræðinnar
og skyldra greina er samtvinnaður annars-
vegar því hvernig hin fræðilegu markmið og
ákveðin efnissvið eru skilgreind og hins
vegar eru þessar skilgreiningar viðbrögð við
þeim spurningum sem þróun samfélagsins og
þjóðfélagsaðstæðurnar miðla inn í sagn-
fræðina. Ástæðuna fyrir þessum kvennasög-
uáhuga 1880—1925 má meðal annars rekja
til þess, að þetta tímabil einkenndist af mjög
mikilvægum breytingum á raunverulegri
stöðu kvenna í samfélaginu annars vegar og
hins vegar tóku viðbrögð þeirra gagnvart
kjörunum einnig breytingum. Með öðrum
orðum má segja að meðvitund þeirra um
breytta tíma hafi tekið stakkaskiptum sem
kemur m.a. fram í stofnun verkakvennafé-
laga. Ástæðuna fyrir þessum breyttu bar-
áttuaðferðum má m.a. rekja til aukinnar
iðnvæðingar í Danmörku. Ör þróun var á
Konur við fiskþvott að vetrarlagi fyrr á þessari öld.
17