Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 27

Sagnir - 01.05.1982, Page 27
Kvennasögusafn Islands Vafalítið er höfuðstaður íslenskrar kvennasögu Kvennasögusafn íslands. Það þótti því við hæfi og jafnvel nauðsynlegt að gefa lesendum þó ekki væri nema litla hug- mynd um þetta sérstaka og heimilislega safn. Heimilislegt, því það er ekki sem mörg önnur söfn hér í bæ staðsett í einhverri virðulegri byggingu, heldur er það í snoturri blokkíbúð við Hjarðarhagann. í því skyni að kynnast og kynna það fyrir þeim, sem ekki höfðu hugmynd um tilveru þess, lögðu Sagnir leið sína þangað í haust. Dvalið var hjá Önnu Sigurðardóttur, forstöðukonu safnsins og eiganda íbúðarinnar eina dagsstund. Sýndi þessi rúmlega sjötuga, hressa og áhugasama kona okkur safnið og fræddi um tilveru þess og markmið. ,,Dótið“ hennar Önnu Hugmyndin að stofnun kvennasögusafns er frá árinu 1968. Þá dvaldi aðalhugmynda- smiðurinn, áðurnefnd Anna, á ráðstefnu norrænna kvenréttindafélaga á þeim sögu- fræga stað Þingvöllum. Var m.a. flutt erindi um rannsóknir í kvennasögu og þar kviknaði hugmyndin að þessu safni. Allt frá árinu 1946 hafði Anna safnað úrklippum um mál- efni kvenna jafnframt því sem hún tók virk- an þátt i kvenréttindabaráttunni. Meðal ann- ars stofnaði hún árið 1950 kvenréttindafélag á Eskifirði, þar sem hún bjó þá. Þessi söfnun var þó ekki skipuleg en síðar fór hún að skrifa hjá sér heimildir og hugdettur um þessi málefni, flokka það sem hún kallaði ,,dótið“ sitt. Þetta dót, skjöl og bækur varð síðan stofn Kvennasögusafns íslands sem stofnað var á fyrsta degi alþjóðakvennaárs Sameinuðu þjóðanna, hinn 1. janúar 1975. Það var árið 1974 að haldin var i Svíþjóð ráðstefna um samvinnu kvennasögusafn á Norðurlöndum. Þá voru starfandi tvö söfn, í Sviþjóð og Danmörku. Það var því aðalefni fundarins að ræða möguleika á því að koma upp slíkum söfnum á hinum Norðurlönd- unum. Þennan fund sóttu bókasafnsfræð- ingarnir Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Baldursdóttir. Eftir heimkomuna tóku þær ásamt Önnu að undirbúna slíkt safn hér á landi. Það varð 1. janúar 1975 sem áður er getið. Til hvers? í stofnskrá Kvennasögusafns íslands er kveðið á um markmið þess og tilgang og því er hér hluti hennar birtur, með leyfi hluteig- andi. Stofnskrá. KVENNASÖGUSAFN ÍSLANDS Hornsteinn safnsins er Æviminningabók Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Stofn safnsins er að öðru leyti bækur, handrit og önnur gögn, sem Anna Sigurð- ardóttir gefur safninu á stofndegi. Kvennasögusafn íslands á sér hliðstæðu í nágranna- löndunum, og er tilgangurinn samur, sá að stuðla að því að rannsaka sögu kvenna. Markmið Kvennasögusafns íslands er: 1. að safna og varðveita a) hvers konar prentað mál um konur að fornu og nýju og um þau málefni, sem konur varðar sérstaklega, svo sem lög og framkvæmd þeirra og siðvenjur ýmis konar, b) bækur og rit eftir konur, án tillits til efnis, c) óprentuð handrit og bréf kvenna svo og önnur skjöl þeirra (ellegar afrit eða ljósrit af þeim) og aðra vitneskju um líf íslenskra kvenna og störf þeirra á ýmsum sviðum þjóðlífsins, d) fundargerðir, starfsskýrslur og skjöl kven- félaga, annarra samtaka kvenna og bland- aðra félaga, þeirra sem ekki eiga vísa örugga framtíðarvarðveislu annars staðar, t.d. í héraðsskjalasafni, e) ýmis konar nýsigögn, t.d. ljósmyndir, segulbönd, hljómplötur og því um líkt frá störfum, áhugamálum og baráttumálum kvenna, 0 erlend rit, sem gildi hafa fyrir sögu kvenna, 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.