Sagnir - 01.05.1982, Síða 28
fcerir safninu gjöf á 40 ára afmœli félagsins. Anna Sig-
urðardóllir til vinstri.
2. að gera skrár yfir
a) allt sem safnið eignast,
b) ýmsar heimildir til sögu íslenskra kvenna,
sem eru að finna annars staðar, en safnið á
ekki sjálft,
c) listaverk kvenna og ýmsa muni og verkfæri
við vinnu kvenna, sem eru í íslenskum og
erlendum söfnum eða annars staðar,
d) nöfn þeirra manna, sem gefa safninu bæk-
ur, handrit, bréf og önnur gögn, eða benda
á mikilvær.ar heimildir,
3. að greiða fyri’ áhugafólki um sögu íslenskra
kvenna eða uir. einstaka þætti hennar og veita
því aðstoð við að afla heimilda og miðia þekk-
ingu um sögu kvenna,
4. að hvetja fólk til að halda til haga hvers konar
heimldum, sem gildi kynnu að hafa,
5. að gefa út fræðslurit og heimildaskrár, þegar
ástæða þykir til og fjárhagur leyfir,
6. að hafa samvinnu við önnur kvennasögusöfn,
einkum og sér í lagi á norðurlöndum.
7. Skráning og flokkun efnis fer eftir svipuðum
reglum og notaðar eru í kvennasögusöfnum á
norðurlöndum.
8. Kvennasögusafn íslands er sjálfseignarstofnun
þar til öðru vísi verður ákveðið.
Anna Sigurðardóttir — Else Mia Einarsdóttir — Svan-
laug Baldursdóttir.
Heimilislegt safn
Kvennasögusafn íslands er til húsa í
blokkíbúð að Hjarðarhaga 26, fjórðu hæð
til hægri nánar tiltekið. Þegar í forstofunni
má sjá verksummerki safnsins því það er á
góðri leið með að leggja undir sig alla íbúð-
ina hennar Önnu. í forstofunni eru staðsettir
skjalaskápar en safnið er að mestu í tveimur
rúmgóðum herbergjum. Þar er að finna í
hillunum fjölda innlendra og erlendra bóka
og tímarita, sem snerta á einhvern hátt
kvennasögu. í skjalaskápunum og í margvís-
legum öskjum eru handrit, bréf, bæklingar,
ljósrit og vélrit um konur á ýmsum tímum,
sem safnið hefur eignast. Þá eru í spjald-
skránum skráðar bækur safnsins og aðrar
um þetta efni, sem finna má annars staðar.
Ómögulegt er að telja upp allt sem þarna
er að finna. Alltént er efnið orðið geysimikið
og ótrúlega fjölbreytt. Til hægðarauka eru á
staðnum skrár um allt þetta efni jafnframt
því sem forstöðukonan veit þetta allt og er
þannig e.t.v. besta spjaldskráin. Auk Önnu
starfar bókasafnsfræðingur við skráningu og
þarna er ágætis vinnuaðstaða, ritvélar, ljós-
riti ásamt öðru nauðsynlegu fyrir starfsmenn
og aðra sem þurfa þess með.
Að lokum
Það er von okkar að lesendur séu nú ein-
hverju nær um Kvennasögusafn íslands og
að sem flestir taki þátt í markmiði þess, þ.e.
að rannsaka sögu kvenna. Það er óskandi að
þessi greinarstúfur verði mönnum hvatning
til að kanna safnið að eigin raun, því sjón er
sögu ríkari. Og við erum reiðubúnir að
ábyrgjast að Anna er höfðingi heim að
sækja.
26