Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 30

Sagnir - 01.05.1982, Page 30
Sigríður Sigurðardóttir: Höfðu konur börn á brjósti 1700—1900? Grein þessi fjallar um þann sið sem við- gekkst hér að minnsta kosti frá 17. öld og fram á þá 20. að konur höfðu ekki börn sin á brjósti nema í nauð. Greinin á að gefa yfirlit um þennan aflagða sið. Hvernig honum var háttað. Og reynt að leita svara um það hvort hann hafi verið allsráðandi og ef svo var hvers vegna. Þá verður athugað lítillega hvað börnin fengu i staðinn fyrir móðurmjólkina og síðast verður skýrt frá áróðri samtíma- manna á 17., 18. og 19. öld þar sem þeir berjast fyrir börnin til að fá mæður þeirra til að leggja þau á brjóst. í niðurstöðukaflanum verður gerð úttekt á efni kaflanna. Efni þetta er að mestu leyti órannsakað. Að visu hafa fræðimenn gefið sið þessum gaum og dregið ályktanir af honum. Helgi Þorláksson segir þessar breytingar gerast eftir siðaskipti og sérstaklega á 17. öld að konur hætta að hafa börn á brjósti en ástæður segir hann vera ókunnar. í sama streng tekur Jón Steffensen, sem einna mest hefur rannsakað þetta. Hann segir í bók sinni Menning og meinsemdir, að hann hafi ekki fundið neitt um það hvernig á þessari ,,óheillaþróun“ standi. Árni Björnsson varpar fram þeirri spurningu í nýútkominni bók, Merkisdagar á mannscevinni, „hvort þessi grilla hafi gripið um sig, þegar íslend- ingar voru einna verst á sig komnir af næringarskorti á 17. og 18. öld“.1) Fleiri hafa séð þetta en þeirra verður ekki getið hér nánar. En það má segja um velflesta sem hafa tjáð sig um þetta að menn álíta, sem eðlilegt er, að barnadauði, sem var mikill hér fyrr á öldum, hafi stafað að verulegu leyti af þessu tiltæki kvenna að hafa börn sín ekki á brjósti. Heimildir þær sem notaðar eru finnast allar á prenti. Vafalaust er hægt að finna fleiri, en vonandi duga þær, sem fengust, til að gera efninu nokkur skil. Óprentaðar heimildir eru til, til dæmis eru í Skjalasafni Kansellísins bréf um þetta frá 19. öld.2) En svo vikið sé að meginefninu þá er það greinilegt að konur hafa ekki almennt haft börn á brjósti frá seinni hluta 17. aldar og fram á byrjun þeirrar 20. Allavega má slá því föstu um konur heldri manna og betur dugandi bændakonur í flestum tilvikum. Fátækar konur til sveita og þó sérstaklega við sjávarsíðuna hafa oft neyðst til að gefa börnum brjóst þar sem sjaldnast var aðra mjólk að fá. Þetta er vel hægt að lesa út úr þeim heimildum prentuðum sem stuðst er við. En hversvegna var þetta, og hvað fengu þá börnin? Endalausar spurningar vakna. Best er að athuga kaflana og láta þá varpa ljósi á þessa siðvenju. Voru börn höfð á brjósti? í kaþólskum sið er almennt talið að börn hafi verið höfð á brjósti.3) Þróun sú að konur hætta að hafa börn á brjósti fer líklega af stað hér á 17. öld og jafnvel fyrr, en hún endaði í algerum fráfærum barna í byrjun 18. aldar. Helst þessi siður að því er virðist fram til loka 19. aldar og jafnvel fram á þá 20.. Því enn eimir eftir af þessum sið. Því hefur verið fleygt að siður þessi komist á um siðaskipti. Það má vel vera að upphafs þessa sé þar að leita en allavega tvö dómsmál á fyrri hluta 17. aldar sýna okkur að það 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.