Sagnir - 01.05.1982, Side 46
valdastofnana (sumra) flokkanna. Hitt er
svo annað mál hversu það dugar konum til
að breyta samfélaginu til betri vegar. Er nóg
að konum fjölgi í áhrifastöðum, breytir það
einhverju í sjálfu sér? Kvennaframboðin
svara þeirri spurningu neitandi. Það bætir
ekki úr skák að „koma konum að“ ef þær
beita sér ekki öðrum konum til hagsbóta.
Þess vegna hafna kvennaframboðin flokk-
unum eins og þeir eru nú; Breytist starfs-
hættir og stefnur flokkanna ekki, hafa kon-
ur ekkert þangað að gera. Það er stefnan sem
skiptir máli, ekki kynferðið eitt. Hins vegar
er það lýsandi fyrir stöðu kvenna hve konur í
áhrifastöðum eru fáar (þær eru t.d. 6,2%
sveitarstjórnarmanna og 5% alþingismanna).
Breytinga er þörf
Hver er þá stefnan? Hver eru markmiðin?
Það má skilgreina markmiðin á eftirfar-
andi hátt og er þá einkum miðað við um-
ræður i Reykjavík: í fyrsta lagi var ætlunin
að koma af stað umræðum um áhrif/áhrifa-
leysi kvenna í stjórnmálum og jafnframt að
stuðla að því að konur tækju við sér hver á
sínum stað. í öðru lagi að koma á framfæri
sjónarmiðum þeirra kvenna sem standa að
kvennaframboðinu um málefni borgarinnar
og aðstæður kvenna hér í borg. í þriðja lagi
að senda konur inn fyrir borgarmúrana, þar
sem karlveldið hefur löngum setið í makind-
um (stundum með eins og eina hörkukerl-
ingu sér við hlið) og gera þar rúmrusk. En
hvers vegna í borgarstjórn? Jú vegna þess að
borgaryfirvöld fara með fjölmörg mál sem
snerta daglegt líf fólks og það er auðveldara
að sameina konur um þau mál sem brenna á
þeim vel flestum, s.s. dagvistarmál, skóla-
mál, skipulag borgarinnar o.fl. heldur en
landsmál t.d. afstöðuna til hersins sem klof-
ið hefur þjóðina í áratugi.
í lögum Samtaka um kvennaframboðið í
Reykjavík er tilgangurinn sagður: a) að auka
áhrif kvenna í samfélaginu b) vekja umræð-
ur um stöðu kvenna c) stuðla að því að
viskuforði og jákvæð reynsla kvenna verði
nýtt í þágu betra þjóðfélags d) að berjast
fyrir heimi þar sem konur, karlar og börn
standa jafnt að vígi, þar sem menning beggja
kynja fær að njóta sín og kynferði hindrar
engan i að sinna þeim störfum sem hugur
stendur til.
Kvennaframboðskonur ganga út frá því
að breytinga sé þörf, að hugarfarsbylting
þurfi að eiga sér stað, þótt ekki sé það sagt
berum orðum og einnig að hægt sé að sam-
eina konur á breiðum grundvelli um ákveðin
mál, þær eigi sameiginlegan reynsluheim og
sameiginlegra hagsmuna að gæta sem konur:
44
Kvennafundurinn mikli 24. október 1975.