Sagnir - 01.05.1982, Side 49
Dorothy Thompson:
Áhrif kvenna í Chartistahreyfingunni
á 19. öld
Það eru ekki ýkja mörg ár síðan konum
varð ljóst að þær áttu sér sögu, sem hvergi er
getið í kennslubókum eða fræðiritum. Það
þarf ekki annað en að fletta upp í íslandssög-
um frá öllum tímum, það virðist svo sem
konur hafi ekki lifað í þessu landi, hvað þá
að þær hafi gert eitthvað, nema auðvitað
Ragnheiður biskupsdóttir sem syndgaði og
Ólöf ríka sem bæði var rík og herská. Á síð-
ustu 10—15 árum hafa konur um allan heim
legið yfir gömlum heimildum um konur,
hlaupið um með upptökutæki til að ná síð-
ustu frásögnum gömlu kvennanna og enn
aðrar hafa dustað rykið af gömlum
skræðum, myndum og handverkum unnum
af konum. Hin dulda saga konunnar er
smám saman að koma í ljós.
Bandarískar konur eru ótvírætt í fremsu
víglínu, en í flestum löndum Evrópu streyma
bækur á markað, það er þingað og grúskað
svo sem efni leyfa. í Englandi eru þó nokkr-
ar konur sem fást við kvennarannsóknir í
sagnfræði, enda ekki verkefnaskorturinn í
forysturíki iðnbyltingar og kapitalisma,
suffragetta og alþýðubaráttu.
Fyrir nokkrum vikum var hér á ferð breski
sagnfræðingurinn Dorothy Thomson sem
með fyrirlestri í Norræna húsinu opnaði
fyrir okkur sinn viskubrunn um róttækar
konur í Englandi á 19. öld. Dorothy Thom-
son kom hingað með manni sínum E.P.
Thomson sem einnig er vel þekktur sagn-
fræðingur. Þau komu til að kynna friðar-
hreyfingar í Evrópu og til að taka þátt í
fundum Herstöðvarandstæðinga. Þau voru
bæði gripin glóðvolg af sagnfræðingum og
ekki nóg með það, Dorothy gaf okkur i
kvennasöguhópnum góðfúslega leyfi til að
endursegja fyrirlesturinn svo að fleiri mættu
kynnast þessu dæmi um sögu sem sagnfræð-
ingar hafa horft framhjá, en konur draga
fram úr myrkri gleymskunnar.
Um Dorothy Thomson er það annars að
segja að hún kennir við háskólann í Birming-
ham. Sérsvið hennar er alþýðuhreyfingar á
19. öldinni, einkum Chartistahreyfingin sem
hún hefur skrifað bækur um.
Áður en fyrirlesturinn hófst gafst tækifæri
til að skjóta nokkrum spurningum að
Dorothy um stöðu kvennasögu í Bretlandi.
Hún sagði okkur að hingað til hefði einkum
verið ritað um pólitíska sögu, baráttuna fyrir
kosningarétti og borgaralegum réttindum, en
sagnfræðingar (konur) úr röðum sósíalista
hafa einkum fjallað um konur í verkalýðs-
stétt og faglega baráttu þeirra. Fjölskyldan
nýtur vaxandi athygli, svo og allt sem lýtur
að uppeldi og innrætingu. Þarna er að finna
hina þrjá meginstrauma kvennasögunnar,
verið er að „fylla í eyðurnar“, kanna einka-
lífið og rita sögu félagshreyfinga.
Áður en við göngum til leiks skal rifjað
upp að Chartistahreyfingin breska var fyrir-
rennari verkalýðshreyfingarinnar og sósíal-
iskrar hreyfingar. Blómaskeið hennar var
1838—1848. Hún barðist fyrir mannréttind-
um og borgaralegum réttindum verkafólki til
handa, en náði takmörkuðum árangri.1)
Valdakerfi borgarastéttarinnar stóð traust-
um fótum um miðbik 19. aldar, enda iðnað-
urinn í örum vexti. Chartistahreyfingin varð
sá baráttuskóli sem verkalýðsbaráttan
byggði á síðar á öldinni, hún skapaði bar-
áttuform og hefðir sem enn í dag einkenna