Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Side 54

Sagnir - 01.05.1982, Side 54
megin var mynd af forstjóra vinnuhælis fyrir börn, heldur ljótur ásýndum, þar sem hann var að taka börn frá móðurinni. Á fánanum stóð: Grimmdarseggir — haldið þið að móð- urástin sé ekki sterkari en ykkar lög? Hinu megin stóð: Það sem guð hefur saman tengt má enginn maður sundur slíta og sást þar hvar hjónum var stíað í sundur. Ýmis önnur lög ógnuðu fátæku fólki, svo sem bann við heimilisaðstoð til fátækra, en konur litu einnig á aðstæðurnar í vinnuhælunum og reglur sem giltu um börn utan hjónabands (þau voru á ábyrgð móðurinnar einnar), sem ógnun við fjölskyldur þeirra.4) Þær töldu að með lögum þessum væri verið að takmarka rétt þeirra til að stjórna sínu eigin lifi. Heim- ildir herma að konur hafi barist mun harðar gegn fátækralögunum en karlar. í ávarpi kvennasamtaka í Ashton-under- Lyne sem birtist í Northern Star 2. feb. 1839 segir: „Heimili okkar eru í rústum, — börnin ganga í tötrum, eiginmenn okkar eru eins og þrælar, og við erum sjálfar fyrirlitnar. Það er bent háðslega á okkur af þeim sem njóta ávaxta vinnu okkar. Hrokafullir og óréttlátir kapitalistar álíta dætur okkar hæfar til þess eins að svala losta þeirra og þessi ferlegu og illu skrímsli í mannsmynd ætla sonum okkar að ala aldur sinn í dimmum kolanámum eða vera sem fangar í hryllilegum bómullarverk- smiðjum. Við erum ákveðnar í að enginn karlmaður skal fá að njóta afraksturs handa okkar, eignast ást okkar né deila með okkur rúmi, sem ekki vill standa í fremstu víglínu þeirra er berjast fyrir réttindum manna og eru á móti bölvuðum fátækralögunum. Við örvæntum ekki um að einn góðan veðurdag muni vitið eitt nægja til að allir hafi kosn- ingarétt, og þá munum við njóta réttlætis í samfélaginu systur og fá kosningarétt eins og bræður okkar.“ í fremstu víglínu Árið 18425) kom til mestu átaka milli yfir- valda og íbúa iðnaðarhéraðanna sem um gat meðan Chartistahreyfingin var og hét. Það ár mótmæltu fleiri á götunum, fleiri lögðu niður vinnu vegna launalækkana, fleiri mót- mæltu óvissunni sem einkenndi líf verka- fólks og fleiri börðust gegn slæmum vinnu- aðstæðum en nokkru sinni fyrr. Sennilega var þetta í síðasta sinn sem baráttuhefðum 18. aldarinnar og Chartista var beitt í svo ríkum mæli. Enn á ný var ekkert vafamál að konurnar voru i fremstu viglínu, enda var nú mikið um það rætt meðal borgara að kon- urnar hefðu slæm áhrif á karlmenn og börn þær hefðu yfirgefið snælduna og rokkinn og væru komnar út i pólitík! Þær vanræktu heimilin vegna funda, þær lægju í róttækum blöðum! Allar frásagnir um árekstra milli yfirvalda og verkfallsmanna greina frá nærveru kvenna. Á einum stað stilltu konur sér fyrir framan hermennina og eggjuðu þá til að skjóta, þær neituðu að hverfa á braut, þar eð þær hefðu ekki að neinu að hverfa. Á öðrum stað var sagt frá konum sem vændu karl- menn um ragmennsku, vegna þess að þeir reyndu ekki að frelsa félaga sínar úr fangelsi. í Halifax grýtti verkafólk lögregluna, er verið var að flytja fanga til járnbrautastöðv- arinnar. Konur og karlar hlupu þar um með fangið eða svunturnar fullar af steinum og grýttu, með þeim afleiðingum að nokkrir lögregluþjónar lágu í valnum. Segir þar að konurnar hafi ekki látið sitt eftir liggja. En nú fer að nálgast endalokin. Konurnar einangrast í ævisögum verkalýðsleiðtoga sem ólust upp á síðari hluta 19. aldar er hvergi minnst á pólitísk áhrif mæðranna. Það er heldur betur breyting frá því sem áður var. Það þýðir að konur skóara, skraddara, smiða, byggingarmanna og iðnverkamanna sem áður fylltu raðir Chartista voru horfnar af vettvangi, þær tóku ekki lengur þátt í þjóð- félagsbaráttunni. Rannsókn á konum iðnaðarmanna á siðari hluta 19. aldar er að mestu óunnin, en þær upplýsingar sem ég hef undir höndum benda til þess að konurnar sem mótmæltu hækkun vöruverðs eða studdu verkfallsmenn á síðari hluta 19. aldar hafi ekki verið úr stéttum iðn- aðarmanna, heldur konur ófaglærðra verka- manna. Frægt dæmi er um konur landbún- aðarverkamanna rétt eftir 1870. Fjórar kon- ur voru handteknar fyrir árás á lögregluna meðan á verkfalli stóð. Frásagnir af verkföll- um námuverkamanna greina einnig frá her- skáum konum, árásum þeirra á lögregluna með ýmis konar vopnum, svo sem ljótu orð- bragði, og stundum fylgdu með múrsteinar, klór og spörk. Rétt fyrir 1870 skipulögðu 52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.