Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Side 62

Sagnir - 01.05.1982, Side 62
mennt löghlýðið og verkefni ríkislögreglu engin. Að lokum sagði í ályktun Sjómanna- félagsins:10) íslenskur verkalýður verður ekki bældur niður með vopnum. Honum hefir 'verið stjórnað um margar aldir án þeirra. Sé honum sýnt réttlæti er hann vafa- laust sá spakasti og um leið afkastamesti vinnulýður á norðurhveli jarðar. Hér að framan hafa verið rakin viðbrögð blaða og verkalýðshreyfingar áður en varalögreglufrumvarpið var lagt fyrir Al- þingi. Hinn langi tími sem andstæðir hópar höfðu, til að gera grein fyrir afstöðu sinni skiptir líklegast töluverðu máli, ef reynt er að finna ástæður þess að málið náði aldrei fram að ganga. Það hefur verið auðveldara að vera andstæðingur frumvarpsins en fylgis- maður, því vafalaust var þetta viðkvæmt mál sem erfitt var að verja. Morgunblaðið valdi t.d. þann kostinn að fjalla sem minnst um væntanlega varalögreglu 1924. Ekki er að efa að blaðið hefði tekið málið til ræki- legri umfjöllunar ef það hefði verið mál- staðnum til framdráttar. Verkalýðshreyfing- Skopmynd af lögreglunni í Reykjavík. Varl hefur lög- reglugreyjunum veitt af liðsauka, ef marka má útlit þeirra og ástand. in og fylgifiskar hennar nýttu hins vegar tím- ann til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. Og öllum mátti vera ljós andstaða þessa hóps. Eftir að frumvarp var lagt fram. Eftir að frumvarpið hafði verið lagt fram á Alþingi 14. feb. 1925 jókst umfjöllun blað- anna, sérstaklega meðan á fyrstu umræðu stóð. Sem fyrr var mest um varalögregluna skrifað í Alþýðublaðið, þar sem frumvarpið var túlkað fram og aftur. Ekki er ástæða til að skýra frá því hér, enda mjög á sömu lund og fulltrúi Alþýðuflokksins gerði á þingi. Al- þýðublaðið fjallaði um málið út allan mars- mánuð. Síðan var ekkert á varalögregluna minnst fyrr en undir lok apríl. Þá var verka- lýðurinn minntur á þennan væntanlega óvin sinn í tilefni þaráttudagsins. Um það bil sem fyrsta umræða hófst birt- ust síðustu greinar Arnar eineygða í Vísi. 21. febrúar birtist svo stutt grein frá ritstjóra þess efnis að blaðinu fyndist fráleit svo við- tæk varalögregla sem gert væri ráð fyrir í frumvarpinu.11) Þar með var umfjöllun Vísis um varalögregluna nánast lokið. 17. febrúar hóf Morgunblaðið aftur af- skipti af málinu eftir langa fjarveru. Blaðið birti frumvarpið í heild, svo fólk mætti sjá sannleikann í samanburði við skrif alþýðu- leiðtoganna svonefndu sem höfðu borið út þá fjarstæðu, að varalögregluna ætti ,,.. að nota til þess að berja á og myrða alþýðu þessa lands.“12) 1. mars sagði Morgunblaðið, að þær væru lærdómsríkar umræðurnar, sem staðið hefðu undanfarna daga um eitt stærsta vel- ferðarmál þjóðarinnar, ,,um verndun per- sónulegs frelsis einstaklinganna.“ Blaðið var sérstaklega óánægt með málflutning fram- sóknarmanna á þingi, en skildi afstöðu Jóns Baldvinssonar hins vegar mæta vel.13) Morg- unblaðið minntist einstöku sinnum á málið út marsmánuð, en þá var umfjöllun hætt. Eftir að frumvarpið var komið til fyrstu umræðu birtust engar samþykktir verkalýðs- félaga í Alþýðublaðinu. Svo virðist sem verkalýðshreyfingin hafi sagt sín síðustu orð um frumvarpið að sinni. 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.