Sagnir - 01.05.1982, Page 69
stuðning sinn við listann. Eftir að hafa hlýtt
á raunasögu Ingvars, muldraði Ólafur Hall-
dórsson handritafræðingur fyrir munni sér:
,,En með þvi út var leiddur/Ingvar úr
Tjarnarbúð.“ Varð það kveikjan að
hjálögðum sálmi.
Þess skal getið til frekari skýringar, að B-
listinn var listi Framsóknarflokksins, Finn-
bogi Rútur bróðir Hannibals og mikill hug-
myndafræðingur „frjálslyndra og vinstri-
manna“, Bryndís Schram kona Jóns Bald-
vins og í 7. sæti I-listans, Gils Guðmundsson
alþingismaður, framkvæmdastjóri Menning-
arsjóðs o.fh.Ingvar hafði lengi kvartað yfir
því við menn, að hann væri heldur lítils met-
inn af þjóðskjalaverði, a.m.k. miðað við
Sigfús Hauk Andrésson. Talandi Ingvars var
að jafnaði heldur ólundarlegur að heyra,
þótt hann væri með meinfyndnustu mönnum
um sína daga.
Illskuflár Teitur ýtti
Ingvari af fundi burt,
bölvaði og brúnu spýtti,
blíðan því hafði spurt,
hvort vera vildi um kjurt.
Ingvar kvaðst í það langa
án þess í söfnuð að ganga,
þess hefði ei heldur þurft.
Þá gekk Ingvar út þannin,
þrcelslega kreistur var.
Sagði: ,,Sjáið þér manninn “
svipljótur Teitur þar.
Gyðingur greiddi svar:
,,Oss vill hann ei samneyta,
aðeins snuðra og leita
kœnn einsog kommissar. “
Orð og aföskun gilti
engin í þessum stað,
heiptin svo hugann fyllti,
hjartað varð forblindað.
Síðast hann sagði það:
Helst cetti að hýða og skerann,
því hann hefði gert sig beran
fláttskap og ótrú að.
Rétt lög, sem rituð finnast,
rangfœrði Teitur hér.
Oss ber á það að minnast,
ill dœmi forðumst vér.
Dómurinn Ingvars er.
Honum var hátt í sinni,
Helga Kress var þar inni,
sem í andskotaflokknum er.
Athuga sál mín ættum
Ingvars burtrekstur hér,
svo vér rétt minnast mœttum,
hvað manndáð hans veitti þér.
Hyggjum að, hann út fer
með handlegginn harðlega kraminn,
hrakyrtur, smáður og laminn,
blár og blóðugur er.
Með Jón Baldvins bölvan stranga
og B-listans flærðarhnút
áttum vér greitt að ganga
frá G-listans ríki út
í Hannibals heimilisgrút
íklœdd Framsóknarflíkum
fráskrúfuð vinstri klíkum
í fangið á Finnboga Rút.
67