Sagnir - 01.05.1982, Page 70
Ert með því út var leiddur
Ingvar af skálkum þeim
gjörðist oss vegur greiddur
til G-listans aftur heim
með kommaklíkunum tveim.
Breyskleik og blindu mína
burt tók haris handleggs pína.
Dýrð sé þér hæst í heim.
Út geng ég ætíð síðan
með Ingvar sem fyrirmynd.
Fyrir hans gjörning fríðan
frelsast gjörvöll mannkind.
Nú lengur nær ei Brynd-
ís okkur auma að tœla,
allt skal það niður bœla,
sem þjakar oss neðan við þind.
Embœtti efstu flokka
útvegar Gils mér þá.
Þjóðskjalavarðar þokka
þá skal ég líka fá
atkvæðadeginum á.
Sigfúsar upphefð mun eyðast,
en ég til bitlinga leiðast
stjórnarherrunum hjá.
Svo munu ráðherrar segja:
,,Sjáið nú þennan mann,
sem úr axlarlið átti að teygja
áður í dimmum rann.
Mjög var þá hrelldur hann.
Fyrir bandalagið sitt blíða
búinn er nú að stríða
og Vestfirði af Teiti vann. “
Þá muntu sál mín svara
í sífrandi mœðutón:
,,Sussu og sveiattan bara,
svoddan gyðingsflón
ætlaði á efsta trón!
Afi hans gjörði með grandi
Geitastekk að Bjarmalandi,
þessu hampar svo Hannibals Jón. “
Sigrað þú hefur með sanni
Satans vald, Ingvar minn,
sigrast á siðlausum manni,
siðferðiskraftur þinn
ber oss á Alþing inn.
Ingvari inni glaður
hver Alþýðubandalagsmaður
heiður í hvert eitt sinn.
68