Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Side 85

Sagnir - 01.05.1982, Side 85
samsettari maður en Jón, meira á valdi heitra tilfinninga, og stundum kann mælskan að hafa borið hann nokkuð af leið. Bætir þá ekki úr skák, að á ofanverðum þingferli sínum, eftir að öll þjóðin var farin að ljá honum eyra, steinhætti hann að lesa yfir ræðuhandrit þingskrifara. Hefði hann gert það, kynni hann oft að hafa freistazt til að tempra ræður sínar, sem stundum drógu meiri dám af stemningu augnabliksins en vandlega yfirveguðu máli. Benedikt Sveinsson. Eftir 1870 kemur hann ávallt fram sem íslenskur þjóðernissinni og frjálslyndur íhalds- maður með nokkru róttæku ivafi. Af ásettu ráði hef ég stillt mig um að fletta upp i handbókum eða öðru prentuðu máli við samantekt þessara lína. Mér finnst það svara vissum tilgangi að styðjast eingöngu við rösult minni, þegar um efni sem þetta er að ræða og fyrirvari hvort eð er enginn að kalla. En í rúm 30 ár hef ég öðru hvoru verið að lesa um og eftir þá höfðingja, sem hér er fjallað um. Fyrir 25 árum las ég t.d. allar þingræður Benedikts á árunum 1881—94, sem snerust um endurskoðun stjórnarskrár- innar, Andvaragreinar hans og fleiri skrif um sama efni. Enn síðar las ég væna kippu af sendibréfum hans til Tryggva Gunnars- sonar, sem var náinn vinur hans, þó að oft greindi þá harkalega á í stjórnmálum. Eftir 1870 kemur Benedikt ávallt fram sem íslenzkur þjóðernissinni, — og frjálslyndur íhaldsmaður með nokkru róttæku ívafi. Þjóðernisstefna hans ris hæst í baráttu hans fyrir endurskoðaðri stjórnarskrá frá og með 1881, fyrir íslenzkum hæstarétti og háskóla. — Frjálslyndi hans er oft öllu blendnara, en hann er að minnsta kosti ekki í hópi þeirra, sem snerust gegn öllum framfaramálum, sem kostuðu peninga af landsfé og þar með sköttum. Sem frelsishetja er Benedikt sérstæður í því, að eiginlega aðhylltist hann aldrei hreint þingræði. Taldi hann slíkt mundu skerða há- tignarrétt (prærogativa) konungs. Skaphitamenn eins og Benedikt hljóta að njóta þeirra forréttinda, að enginn tekur of mikið til þess, þó að eitthvað skorti á fulla samkvæmni hjá þeim í öllum greinum. Þannig vildi hann banna verzlun þeirra manna á íslandi, sem ekki voru búsettir þar; en heima fyrir virðist hann fremur hafa stutt vin sinn, faktor dönsku selstöðvarverzlunar- innar á staðnum, en samherja sína í stjórnar- skrármálinu, þingeysku kaupfélagsforkólf- ana, þegar í odda skarst með þessum aðilum. Hannes Hafstein Hannes Hafstein er af annarri kynslóð en hinir tveir — og af öðru sauðahúsi. Hann er hálfri öld yngri en Jón og mannsaldri yngri en Benedikt. Lengst af ævi sinnar er Hannes í nánu samneyti við ýmsa þá, sem æðstum embættum gegndu og mest höfðu völdin hér á landi. Þeirra á meðal var hann ávallt eins og fiskur í vatni, og skýrir það vissa yfir- burði hans yfir suma helztu keppinauta hans síðar meir. Þó að þeir væru um margt mikil- hæfir, hætti þeim til að glúpna og verða að gjalti í hópi þeirra tignarmanna, sem Hannes umgekkst eins og jafningja og lagsbræður. Hrapalegur endir á amtmannsferli Péturs Havsteins breytti hér engu. Þegar til Reykja- víkur kom í Lærða skólann, og enn heldur síðar, stóðu öll beztu hús og heimili bæjarins — og landsins — honum opin. Lélegt lagapróf hnekkti honum ekki teljandi eða til langframa. Öllu skeinuhættara var honum um eitt skeið í veröld oddborgaranna, þegar hann fór að birta eftir sig ljóð, sem þar á ofan voru barmafull af lofdýrð um ástir og vín, auk þess sem hann var þá í slagtogi með guðleysingjum og naturalistum eða raun- sæisskáldum, sem tóku hið lága og lítilmót- lega fram yfir hið háleita og göfuga. En brátt var Hannesi einnig borgið í þessu tilliti, hann hlaut almennings lof og viðurkenningu sem skáld lífsgleði og karlmennsku. 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.