Sagnir - 01.05.1982, Síða 95
Gunnar Karlsson:
Af þjóðhollum dugnaðarmönnum
Um þjóðernisstefnu í sögukennslubókum
Hvers konar söguritun getur orðið, og
hefur verið, farvegur fyrir þjóðernisviðhorf,
en enga söguritun hafa þau líklega runnið
um í stríðari straumum en kennslubækur
skólanna. Ég hef gert dálitla athugun á þjóð-
ernisstefnu þeirra íslandssögubóka sem mest
hafa verið notaðar í barnaskólum, og á hún
að birtast í bland við sitthvað fleira í grein
sem heitir Markmið sögukennslu og kemur í
Sögu á þessu ári. Hér verður ekkert sagt ann-
að en það sem þar á að birtast, og því spara
ég mér að vísa nákvæmlega til heimilda i
þetta sinn.
Ég er ekki að rekja sögu þjóðernisstefnu í
íslenskum sögukennslubókum í greininni í
Sögu heldur lýsa henni sem einu af því sem
setur sögukennslu markmið og tek sem dæmi
íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu (1.
útg. 1915—16) og þær bækur sem tóku við
Hriflu-Jónas.
af henni í barnaskólunum. í þessum knappa
útdrætti læt ég nægja að fjalla um eina bók
auk bókar Jónasar, íslandssögu Þórleifs
Bjarnasonar sem kom fyrst út árið 1966. Bók
Jónasar reynist vera ágætt dæmi um það sem
þýski uppeldisfræðingurinn Wolfgang
Klafki kallar klassíska sögu og ég hef valið
að kalla vekjandi sögu. Vekjandi saga er
skrifuð í anda borgaralegrar og þjóðernis-
sinnaðrar frjálshyggju til þess að vekja ung-
menni til dáða, rækta með þeim framtaks-
semi, vilja, tilfinningar. Oft var leitast við að
velja til kennslu eitthvað sem sagði frá bar-
áttu milli góðs og ills, þar sem nemendur
gátu tekið tilfinningaafstöðu með þeim góðu
og móti þeim vondu. Auðvitað er einfaldast
að búa til gott kennsluefni með því að sjá
söguna sem baráttu milli góðra einstaklinga
af eigin þjóð og vondra af útlendri þjóð.
Þannig var þjóðernishyggjan notuð til að
skapa þá spennu sem er nauðsynleg allri
góðri sögu, um leið og hún sjálf var innrætt
ungum lesendum.
Nálægt upphafi bókar lýsir Jónas því
hvernig Haraldur konungur hárfagri braut
Noreg undir sig og lagði skatta á gilda sjálfs-
eignarbændur. Síðan segir:
Smælingjarnir beygðu sig, því að þeir voru illu vanir
fyr. En sjálfseignarbændurnir kunnu þessum álög-
um illa, einkum fasteignarskattinum, sem konungur
lagði á alla arðsama jörð. Þótti höldunum skattur
þessi einskonar landskuld, sem benti á, að þeir væru
alt í einu orðnir leiguliðar konungs. Og heldur en
þola þá smán, vildu þeir flýja land og eignir. ísland
var þá nýfundið og látið vel af landkostum þar;
þangað fóru margir stórbændur úr Noregi beina
leið. En fleiri héldu í fyrstu vestut um haf til Skot-
lands, írlands og eyjanna þar í krtng. Höfðust þeir
þar við um hríð og hcruiðu á Noreg til að hefna
harma sinna á konungi. Gekk svo uns Haraldur fór
herferð vestur um haf og stökti vikingum burtu. Fór