Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 105

Sagnir - 01.05.1982, Page 105
Norðurlöndin fimm hafa um langt skeið haft með sér náið samstarf á ýmsum sviðum. Margt er það sem sameinar Norðurlöndin í eina samstæða heild og bera samskipti land- anna þess glöggt vitni. Norðurlandaráð er lýsandi tákn fyrir þann eindregna ásetning Norðurlandanna að hafa sem best samskipti og nánast samstarf sín á milli. Það ætti engum að koma á óvart þótt sam- vinna Norðurlanda hafi á ýmsan hátt náð inn fyrir vébönd Sameinuðu þjóðanna. Á þeim vettvangi mynda Norðurlöndin sam- stæðan hóp, sem ósjaldan tekur óskiptur sömu afstöðu í þeim málum er til umræðu eru. Auðvitað eru frávikin samt mörg frá al- gerri samstöðu Norðurlandanna hjá S.Þ. en sé litið á heildina getur engum dulist að Norðurlöndin mynda samstæðan hóp á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Það sýna at- kvæðagreiðslur á Allsherjarþingum. En hvað er það þá sem helst knýr Norðurlöndin til að hafa með sér nána samvinnu innan S.Þ. og í hverju er þessi samvinna einkum fólgin? Fyrri spurningunni verður eflaust best svarað með því sem norski sendiherrann hjá S.Þ. sagði árið 1966 (lausleg þýðing): Við reynum svo fremi sem okkur er unnt að taka sameiginlega afstöðu á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna því það er bjargföst trú okkar að rödd Norður- landa öðlist aukinn áhrifamátt ef löndunum auðnast að standa saman. Þess vegna gerum við okkur ávallt far um að ráðgast hver við annan en við erum samt á engan hátt lagalega skyldir til að taka nákvæmlega sömu afstöðu.2) Norðurlöndin freista þess áður en Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur sam- an ár hvert að ná samstöðu um þau mál sem vitað er að koma þar til umræðu. Þetta hefur meðal annars verið markmiðið með þeim sameiginlegu fundum utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldnir hafa verið ár hvert.3) Þegar svo á þing S.Þ. er komið taka við fundir þar sem fulltrúar sendinefnda Norðurlandanna reifa þau mál sem fyrir Hggja.4) Eins og fram kom í innagangsorðum þess- arar greinar byggir hún á upplýsingum um hegðan Norðurlanda í atkvæðagreiðslum hjá S.Þ. á árunum 1946—1963. Nú ber svo við að Finnland gerðist ekki aðili að S.Þ. fyrr en árið 1956 og er því við hæfi að miða við tímabilið frá því ári til ársins 1963 þegar athuguð er innbyrðis samstaða Norðurlanda hjá S.Þ.. Ýmsar spurningar hljóta að vakna í því sambandi. — Hjá hvaða Norðurlöndum má greina mesta samstöðu i atkvæða- greiðslum og hvaða lönd eru þar helst utan- gátta? — Hvar stendur ísland hvað þetta snertir og hvaða Norðurlöndum sýnir það mesta og minnsta samstöðu með? Á töflu I. er sýnt hvernig háttað var sam- stöðu Norðurlandanna, tveggja og tveggja i senn, í atkvæðagreiðslum á Allsherjar- þingum Sameinuðu þjóðanna árin 1956—1963. Samstaðan er reiknuð í prósent- um en ekki verður hér nánar farið út í þá reikningsaðferð, sem Kurt H. Jacobsen beitir i þessu efni. Það liggur hins vegar í augum uppi að því hærri sem prósentutalan er því meiri er samstaðan. Tafla I. Innbyrðis samstaða Norðurlandanna í atkvœðagreiðslum hjá S.Þ. 1956—1963. Meðal- 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 tal Danmörk/Noregur 91 100 100 80 100 93 96 97 95 Danmörk/Svíþjóð 91 94 91 70 84 91 96 100 90 Noregur/Svíþjóð 100 94 91 62 84 92 91 97 89 Ísland/Danmörk 90 82 76 53 89 92 96 89 83 Ísland/Noregur 82 82 76 65 85 93 91 92 83 fsland/Svíþjóð 82 79 73 55 79 . 85 91 88 79 Finnland/Danmörk 68 61 70 56 65 78 82 93 72 Finnland/Noregur 77 61 70 44 65 92 78 97 73 Finnland/Sviþjóð 77 58 76 62 77 83 87 93 77 Finnland/ísland 61 43 48 43 58 53 77 92 575) 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.