Sagnir - 01.06.2005, Page 26
Kári Gylfason
Kári Gylfason er
fæddur 1981. Hann
stundar nú BA nám í
sagnfræði við Háskóla
íslands.
Minningar og goðsagnir um
síðari heimsstyrjöldina í
Danmörku
Kristján X. á reiðtúr um Kaupmannahöfn.
í Þýskalandi eru lok síðari heimstyrjaldarinnar gjarnan nefnd „Stunde null“, sem
lýsir vel ástandinu þar, og raunar i Evrópu allri. Mörg lönd álfunnar fengu nýtt
efnaltagskerfi, nýtt stjórnskipulag og nýja sjálfsmynd i arf frá striðinu. í öðrum löndum
var nauðsynlegt aó útskýra og réttlœta hlutverk landsins í stríðinu til þess að það gœti
skipað sér i hóp sigurvegaranna og tilþess að skapa landinu jákvœða ímynd, bœði imt á
við og i samskiptum við aórar þjóðir. Þetta tókst einna best í Danmörku. Þrátt fyrir að
Danir hafi tekið litinn þátt i baráttunni gegn þýska nasismanum hefur danska þjóðin
orðið þekkt sem svarinn óvinur fasisma og kynþáttahyggju og sem fulltrúi
umburðarlyndis, réttsýni og manngildishugsjóna.
Hér á eftir verður athugað hvernig minningar úr siðari heimsstyrjöldinni, ásamt
eldri sjálfsmynd, voru notaðar til að búa til jákvœtt sögulegt miitni í Danmörku eftir stríð
og skipa landinu í hóp sigurvegaranna. Þá mun ég fjalla um það hvernig þetta sögulega
minni hefur nýst Danmörku og um gagnrýni sem komið hefur fram á þetta sögulega
minni og framkomu danskra stjórnvalda fyrir og á meðan á Iternámi Þjóðverja stóð.
DÖNSK SJÁLFSMYND OG VIÐBRÖGÐ VIÐ HERNÁMI ÞJÓÐVERJA
Til að skilja sjálfsmynd dönsku þjóðarinnar er nauðsynlegt að skoða sögu Danmerkur.
Þar til á 19. öld náði Danaveldi yfir Noreg og þýsku hertogadæmin Slésvík og Holtsetaland
auk þess landsvæðis sem nú er Danmörk. í kjölfar þjóðffelsishreyfinga á 19. öld missti
Danmörk yfirráð yfir Noregi og þýsku hertogadæmunum. Þar sem áður var miðlungsstórt
konungsveldi stóð nú eftir lítið þjóðríki sem sótti styrk i samheldni og einsleitni.1
Grundtvigianismi var áhrifamikil menningar- og trúarleg hreyfíng í Danmörku á 19.öld.
Grundtvig, forvígismaður hreyfingarinnar, leit svo á að kristindómurinn grundvallaðist á
mannúð og lagði áherslu á „hið einstaka gildi mannlegrar tilveru“.“ í kjama dansks
þjóðemis væri svo að finna ákveðinn samsvarandi „danskan anda“. Það var í þessum anda
og í þágu einingar Danmerkur sem gyðingum vom veitt jöfn réttindi á við aðra Dani árið
1814.'“ Danir litu á land sitt sem friðsamt, mannúðlegt og einsleitt þjóðríki, andstæðu hinna
24 Sagnir 2005