Sagnir - 01.06.2005, Qupperneq 26

Sagnir - 01.06.2005, Qupperneq 26
Kári Gylfason Kári Gylfason er fæddur 1981. Hann stundar nú BA nám í sagnfræði við Háskóla íslands. Minningar og goðsagnir um síðari heimsstyrjöldina í Danmörku Kristján X. á reiðtúr um Kaupmannahöfn. í Þýskalandi eru lok síðari heimstyrjaldarinnar gjarnan nefnd „Stunde null“, sem lýsir vel ástandinu þar, og raunar i Evrópu allri. Mörg lönd álfunnar fengu nýtt efnaltagskerfi, nýtt stjórnskipulag og nýja sjálfsmynd i arf frá striðinu. í öðrum löndum var nauðsynlegt aó útskýra og réttlœta hlutverk landsins í stríðinu til þess að það gœti skipað sér i hóp sigurvegaranna og tilþess að skapa landinu jákvœða ímynd, bœði imt á við og i samskiptum við aórar þjóðir. Þetta tókst einna best í Danmörku. Þrátt fyrir að Danir hafi tekið litinn þátt i baráttunni gegn þýska nasismanum hefur danska þjóðin orðið þekkt sem svarinn óvinur fasisma og kynþáttahyggju og sem fulltrúi umburðarlyndis, réttsýni og manngildishugsjóna. Hér á eftir verður athugað hvernig minningar úr siðari heimsstyrjöldinni, ásamt eldri sjálfsmynd, voru notaðar til að búa til jákvœtt sögulegt miitni í Danmörku eftir stríð og skipa landinu í hóp sigurvegaranna. Þá mun ég fjalla um það hvernig þetta sögulega minni hefur nýst Danmörku og um gagnrýni sem komið hefur fram á þetta sögulega minni og framkomu danskra stjórnvalda fyrir og á meðan á Iternámi Þjóðverja stóð. DÖNSK SJÁLFSMYND OG VIÐBRÖGÐ VIÐ HERNÁMI ÞJÓÐVERJA Til að skilja sjálfsmynd dönsku þjóðarinnar er nauðsynlegt að skoða sögu Danmerkur. Þar til á 19. öld náði Danaveldi yfir Noreg og þýsku hertogadæmin Slésvík og Holtsetaland auk þess landsvæðis sem nú er Danmörk. í kjölfar þjóðffelsishreyfinga á 19. öld missti Danmörk yfirráð yfir Noregi og þýsku hertogadæmunum. Þar sem áður var miðlungsstórt konungsveldi stóð nú eftir lítið þjóðríki sem sótti styrk i samheldni og einsleitni.1 Grundtvigianismi var áhrifamikil menningar- og trúarleg hreyfíng í Danmörku á 19.öld. Grundtvig, forvígismaður hreyfingarinnar, leit svo á að kristindómurinn grundvallaðist á mannúð og lagði áherslu á „hið einstaka gildi mannlegrar tilveru“.“ í kjama dansks þjóðemis væri svo að finna ákveðinn samsvarandi „danskan anda“. Það var í þessum anda og í þágu einingar Danmerkur sem gyðingum vom veitt jöfn réttindi á við aðra Dani árið 1814.'“ Danir litu á land sitt sem friðsamt, mannúðlegt og einsleitt þjóðríki, andstæðu hinna 24 Sagnir 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.