Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 82

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 82
Guö hefndarinnar Víkingur á krossi sem fannst í Middleton í Yorkshire. úrlausna. „Hefndimar stuðluðu óbeint að því að skapa frið og réttaröryggi milli manna. Þær voru einskonar réttarvarzla Hefndimar virkuðu mjög vel til réttarvörslu, því á íslandi var lengi vel mjög stöðugt samfélag, fyrir utan stutt ófriðartímabil á 13. öld. Hefndarhefðin stjómaði innbyrðis deilum án nokkurs miðstýrðs framkvæmdavalds eða konungs og virkaði einnig sem dómstóll. Hefndarskylda var því skylda allra karla, hver einasti karlmaður varð að þora að hefna. Þannig var karlmennska þeirra mæld, menn þjóðveldisaldar vom einungis eins karlmannlegir og þeir vom í augum annarra. Samfélagið ætlaðist til þess að menn gegndu ákveðnu hlutverki. Jafnvel þegar menn höfðu enga löngun til að berjast urðu þeir að láta sem svo til þess að missa ekki heiður sinn og veikja þannig samfélagslega stöðu sína.xii Menn mynduðu því vemdarsambönd eða hópa til þess að tryggja öryggi sitt. Þessir menn stóðu saman þegar á þurfti að halda og viðhéldu hinum óskráðu samfélagslegu reglum. Goðar tóku oft við deilumálum frá bændum sem ekki höfðu getu til þess að útkljá málin. Goðar gátu því deilt í áratugi en þó ekki alltaf um sama mál. Guy Halsall skrifar að fæðardeilur hafi verið „endurteknar og gagnkvæmar". Þær fóm ffam milli fólks af sömu samfélagsstöðu og það hafi gert það að verkum að slíkar deilur gátu farið fram á öllum samfélagsstigum. Þær vom ekki notaðar af effi stéttum til þess að hefha sín á þeim sem vom af lægri stéttum. Þannig héldu deilumar samfélagsmyndinni stöðugri/"1 KRISTUR OG HEFNDIN Eftir að kristni var viðtekin á íslandi héldu fæðardeilur og hefndarvíg áffam og kristnin var hreinlega gerð að hluta siðvenjunnar. „[Hjetjuskapur vannst á kostnað þess að gera léttvæg hin kristnu gildi andstætt gildum hinna fomu hetja.‘,xiv Jafnvel þegar samfélagið var orðið gegnsýrt af kristni var „ekki óvanalegt að finna smámunasama hlýðni við kristnar hefðir og virðingu fyrir heilögum gripum í bland við raunsæan hrottaskap.“xv Ofbeldi, að vissu marki, var nauðsynlegur hluti samfélagsins og því hvarf það ekki við upptöku kristni. Mjög gott dæmi um þessa blöndun kristinna og hefðbundina samfélagslegra gilda er að finna í Njálu. Brennu-Njálssaga var rituð um 1300,™ þegar kristni er orðin gamalgróin á Islandi, en hið innra sögusvið er sett fáum ámm eftir krismitöku. I henni er að finna ýmis dæmi um hvemig kristni og hefndarhugsjónin virkuðu saman en vom ekki í mótsögn hvor við aðra, jafnvel hjá höfundi sem skrifaði svona löngu eftir kristnitöku. Kristni varð auðveldlega blandað saman við hefndarhugsjónina og er nomð í sambandi við hefndir. Kafli sem er nálægt hámarki Brennu-Njálssögu, þegar Flosi fer ásamt mönnum sínum til kirkju til að biðjast fyrir áður en þeir brenna Bergþórshvol og fólkið þar inni til grunna, sýnir þennan tvískinnung vel.xvii Trúin á Krist hafði ekki forgang í félagslegum raunvemleika tímabilsins. Sá raunvemleiki gerði það að verkum að fólki var hreinlega ekki unnt að fylgja öllum reglum kristinnar kirkju. Við dauða sinn í Njálsbrennu tókst Skarphéðni að hylla bæði kristna trú sína og kalla á hefnd yfir þá sem drápu hann. Hann skilur eftir exi í þvertré sem var augljós beiðni um hefnd, enda var öxin gefin manni sem þá varð að hefna Skarphéðins. Hann krosslagði líka hendur sínar yfir brjóstinu og hafði brennt á sig krossa,x,iii til merkis um trú sína á Krist. Með þessari hegðun sýnir Skarphéðinn hvemig hefnd og krismi blandaðist saman í því samfélagi sem höfúndur og áheyrendur Njálu lifðu í. En í Njálu er einnig að finna litla sögu þar sem Guð hefur bein áhrif á útfærslu hefndar. Ámundi blindi Höskuldsson fær sjónina til þess að hefna foður síns þegar hann fær ekki bætur. „Eigi skil eg,“ segir Ámundi, „að það muni rétt fyrir guði svo nær hjarta sem þú hefir mér höggvið. Enda kann eg að segja þér ef eg væri heileygur báðum augum að hafa skyldi eg annaðhvort fyrir föður minn fébætur eða mannhefhdir enda skipti guð með okkur.“ Eftir það gekk hann út. En er hann kom í búðardyrin snýst hann innar eftir búðinni. Þá lukust up augu hans. Þá mælti hann „Lofaður sé drottinn. Sé eg nú hvað hann vill".™ Hann veitist svo að Lýtingi, drápsmanni föður síns, og vegur hann. Hann missir svo sjónina aftur. Hér lætur söguritarinn Guð gera hefnd Ámundar mögulega og þar með leggja blessun sína yfir hefndina. Réttlátri hefnd var því ekki vísað á bug af kristni eins og sést í þessum dæmum úr Njálu. I Njálu vottar ekki fyrir neinni vanþóknun á hefndarhugsuninni og ennfremur blandar söguritari Njálu kristinni trú og hefndarskyldunni saman í samstæða heild. Hefndarþörfin er sett í samband við hina kristnu trú án nokkurs efa eða saknæmis. Ekkert bendir til að söguritara eða sögupersónum þyki einhver mótsögn í því að heita á Guð og kalla á hefnd. 80 Sagnir 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.