Sagnir - 01.06.2005, Qupperneq 94

Sagnir - 01.06.2005, Qupperneq 94
Sagna-þing 2005 TILVÍSANIR i fslensk orðabók. A-L. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Reykjavík, 2002, bls. 608-609. ii Sama heimild, bls. 609. iii Sama heimild, bls. 659. iv Sama heimild, bls. 608. Svanur Pétursson Hlutleysi eöa afstaða. Hér á undan [erindi Hrafnkells Freys Lárussonar] fengum við að hlýða á greinargóða kynningu á þeim helstu hugtökum sem nauðsynlegt er að gera sér grein íyrir þegar velt er íyrir sér hvort að sagnfræðingar geti tileinkað sér hlutlausa sagnfræði eða hvort að það sé yfírhöfuð æskilegt. I mínu erindi ætla ég ekki að endurtaka það sem hér fór að framan heldur ætla ég að koma með nokkur dæmi um utanaðkomandi áhrif á sagnfræðinga og vinnubrögð þeirra og um leið drepa stuttlega á hugmyndum um hlutverk sagnfræðinga. Von mín er að slík umfjöllun muni hvetja áheyrendur og aðra þátttakendur til virkrar umræðu hér á eftir. Draumurinn um algjörlega hlutlausa sagnfræði er löngu fyrir bí. Þeir eru ekki margir, allavega vona ég ekki, sem enn líta á sagnfræðinginn sem viljalaust verkfæri hinnar allsráðandi Sögu með stóru S-i. Að sagan sé ávallt til staðar og að sagnfræðingurinn sé einungis sá miðill sem er sögunni nauðsynlegur til að birtast á einhvem hátt almenningi. Sá sagnffæðingur sem hefur tekist af enhverri guðlegri forsjá að koma á framfæri algjörlega hlutlausri sagnfræði er ekki til og hefur aldrei verið til. Það er enginn sagnfræðingur sem ekki hefur þurft að velja eða hafna í vinnu sinni. Enginn sagnffæðingur getur leyft sér að sleppa engu úr frásögn sinni, birta allar hugmyndir, öll viðhorf og hvem einasta sneftl af heimildum. ímyndum okkur heimildaútgáfu þar sem engu væri sleppt. Það geta flestir ímyndað sér hve umfangsmikið og nánast óyfirstíganlegt slíkt verkefni væri, svo ekki sé minnst á langt. Þrátt fyrir allt yrði liklegast að raða eíhinu í röð, tímaröð eða þemaskipt, og þar væri um leið komin ákvörðun og val þess sem setti saman. Verk þar sem slíkt væri ekki gert gagnast fáum ef nokkmm, nema kannski dylgjum sagnffæðingsins. Ég held við getum þakkað okkar sæla fyrir að svona er ekki gert. Sagnffæðiverk em verk höfunda sem mótast af hugmyndum höfundanna um efhi sitt. Það er ekki einungis menntun og þekking þeirra á efninu sem hefur áhrif á útkomuna. Saga og persóna höfundar hefur einnig áhrif, skoðanir hans og það samfélag sem hann hefur alist upp í. Hrafnkell minntist hér fyrr á pólitískar skoðanir höfunda og hvemig þeir geta gert tilraun til hlutlægrar sagnffæði með því að upplýsa lesandann um skoðanir sínar um leið og höfundur segir frá hvemig þær skoðanir ef til vill móta efhisval hans og aðferðir. Slík vinnubrögð em í dag talin jákvæð, það að villa um fyrir lesandanum og draga dul á skoðanir sem móta verkið er ekki heiðarlegt gagnvart lesandanum né fræðigreininni. En jafnvel þó að sagnffæðingurinn geri ýtarlega grein fyrir skoðunum sínum og aðferðttm getur hann aldrei gert lesandanum fyllilega grein fyrir öllum þeim utanaðkomandi þáttum sem móta þessar skoðanir eða aðferðir. Pólitískar skoðanir, svo það dæmi sé notað, er meðvitaður þáttur, þáttur sem hefur mótast af ákvörðun höfundar og persónu til að aðhyllast þá tilteknu skoðun. Ákveðin aðferðafræði er einnig meðvituð ákvörðun sem höfundurinn gerir sér grein fýrir og getur rökstutt af hverju hann notar. Jafnvel þó sagnfræðingurinn geri grein fyrir öllum meðvituðum þáttum sem móta verk hans, sem gæti orðið ansi löng upptalning, þá eru einnig ótalmargir ómeðvitaðir þættir sem einnig hafa mikið að segja, þættir sem sagnffæðingurinn er ef til vill meðvitaður um en ef til vill ómeðvitaður um áhrif þeirra á verkið. Sagnífæðingurinn mótast likt og annað fólk af því umhverfi sem hann lifir í. Sagnfræði sem fræðigrein mótaðist í vestrænu menningarsamfélagi og flest sagnfræðiverk hafa mótast af þeirri menningararfleifð. Sagnfræðingar mótast einnig af nánasta samfélagi sínu, þjóðemi og stöðu sinnar innan samfélagsins. Svo ég taki dæmi fyrir utan sagnfræðina, þá hefur verið sýnt fram á hvernig jafnáhrifamiklar hugmyndir líkt og kenningar Sigmunds Freud um 92sagnir2005 sálgreiningu voru að miklu leyti mótaðar af því samfélagi sem Freud ólst upp í og lifði í. Freud var úr borgarastéttinni og hugmyndir hans um konur, reðuröfund og ödipusarduld, voru að miklu leyti byggðar á óánægðum húsmæðrum miðstéttarinnar á Habsborgartímanum. Kenningar Freud voru og eru enn mjög áhrifamiklar í vestrænni hugsun. Mörgu af því er jafnvel enn tekið sem almennum sannleik og getur þannig ómeðvitað mótað hugmyndir og verk sagnfræðinga sem og annarra. Sagnfræðingar geta ekki meðvitað gert lesandanum grein fyrir bakgrunn sínum þegar þeir eru ef til vill ekki meðvitaðir um uppruna eigin hugmynda og ef til vill fordóma. Önnur grein vestrænnar heimsmyndar er hugmyndin um lýðræði. Lýðræði er almennt talið sjálfsögð mannréttindi og þannig hefúrþað oft verið tilhneiging sagnffæðinga og annarra að leggja gildisdóma á þá hópa sem ekki aðhyllast sömu skoðun. Næsta dæmi mitt lýsir ekki vandamáli sagnfræðings eitt og sér heldur tel ég það lýsa vel hvemig ómeðvitaðar skoðanir geta verið einfaldlega orsakaðar af vanþekkingu. Bandaríski sagnfræðingurinn Stephen Kotkin skrifaði árið 1995 merkilega bók sem nefhdist Magnetic Mountain. Stalinism as a Cvilization. Sú bók var að mestu einsögurannsókn þar sem hann skoðaði daglegt lífemi fólks í stóriðjubænum Magnigotorsk. Meðal þess sem Kotkin skoðaði var hvemig íbúar bæjarins héldu trú sinni á Stalínisma statt og stöðugt, staðreynd sem hefúr valdið mörgum vestrænum sagnfræðingnum miklum heilabrotum. Venjulega skýringin er eitthvað í ætt við heilaþvott á heilli þjóð. Kotkin beitti nýstárlegum aðferðum, allavega nýstárlegum í Sovétffæðunum, þar sem hann beitti aðferð ffanska sagnffæðingsins Lucien Febvre til að skoða að hve miklu leyti fólk gat EKKI trúað á stalínisma, sneri hugsuninni nokkum veginn við. Kotkin komst að því að aðgengi fólks að upplýsingum um vestrænt samfélag var nánast ekkert og því lítil forsenda fyrir íbúa samfélagsins til að trúa einhverju öðm. Þetta dæmi sýnir, að mér finnst, þá nauðsyn fyrir sagnffæðinga að reyna að skilja bæði þau samfélög sem verið er að rannsaka og um leið sinn eigin bakgrunn, það menningarsamfélag sem sagnffæðingurinn sjálfúr kemur frá og reyna að gera sér sem best grein fyrir þeim hingað til ómeðvituðu áhrifúm sem hann verður fyrir. Það er allavega nauðsynlegt ef sagnffæðingurinn vill komast sem næst hlutlægri sagnffæði. Líkt og flestir heyra þá er þetta engin lítil krafa á hendur sagnffæðingum frá minni hendi en um leið er ég að benda á þá gríðarlegu erfiðleika sem það er að skrifa hlutlæga sagnffæði og í raun tel ég það nánast jafnvonlaust að skrifa hlutlæga sagnffæði líkt og að skrifa hlutlausa sagnfræði. Það eina sem sagnffæðingar geta gert er að komast sem næst því með gagnsæi vinnubragða og sýna gagnkvæman skilning á þeim rökstuðningi sem settur er fram, bæði með og á móti málflutningi hans. Framangreind dæmi eru ekki einhörð krafa mín um sagnffæðileg vinnubrögð heldur vonast ég til að fólk taki þau til íhugunar og umræðu. Síðasta dæmið sem ég vil taka fyrir fjallar um hlutverk sagnfræðinga og hvort og hvenær þeir eigi að taka afstöðu. Þetta efni held ég að verði ffekar reifað í þeim framsögum sem við heyrum eftir hlé auk þess sem það hefur að einhverju leyti verið rætt á Gammabrekku undanfarið. Breski sagnfræðingurinn, Eric Hobsbawm, fæddur í Egyptalandi, uppalinn í Austurríki Habsborgartímans og vel þekktur marxisti, svona svo fólk geri sér eilitla grein fyrir bakgrunni hans, fjallar í greinasafni sínu On History nokkuð um pólitískt hlutverk sagnffæðinga. Hann segir að í upphafi hafi hann haldið að sagnffæðin væri fræðigrein sem væri ffemur meinlaus, gæti engan skaðað, en síðar komist að þvi að verk sagnffæðinga gætu haft viðtæk áhrif, bæði góð og slæm. Hann heldur þvi fram að sagnffæðingar hafi skyldu gagnvart sögulegum staðreyndum, annars vegar, og hins vegar skyldu til að gagnrýna pólitíska og hugmyndafræðilega notkun sögunnar. Mörkin milli hins skáldaða og sögulegra staðreynda, hvemig svo sem við skilgreinum þær, verða sifellt óljósari eftir því sem aðrir miðlar, skemmtanaiðnaðurinn sem dæmi, nota söguna sem efnivið sinn. Sagnffæðingar hafa þannig skyldu til að taka afstöðu í ákveðnum málum en um leið skyldu til að vanda vinnubrögð sín þannig að lesandinn geti lagt mat sitt á rökstuðning og verkið í heild. Ég þakka áheymina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.